Ófarir Englendinga í opnunarleikjum | Aðeins fimm sigrar í 23 tilraunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 23:15 Rússar fagna jöfnunarmarki Vasilis Berezutski. Joe Hart, markvörður Englands, er ekki sáttur. vísir/getty Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira