Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 15:55 Ragnar Sigurðsson hefur það gott og er öruggur á hótelinu. vísir/vilhelm Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð