Geir: Verðum að nýta reynsluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2016 06:00 Geir Sveinsson ætlar að koma Íslandi á HM 2017. vísir/Stefán handbolti „Það er ansi margt sem ber að varast hjá þessu liði,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en lærisveinar hans taka á móti Portúgal í Laugardalshöllinni á morgun. Fyrri leikur af tveimur um laust sæti á HM í Frakklandi í janúar á næsta ári. Síðari leikurinn fer fram í Porto á fimmtudag þannig að strákarnir þurfa að fara með gott veganesti í síðari leikinn. Það er sannkallað íþróttastríð á milli Íslands og Portúgals þessa dagana því á milli handboltalandsleikjanna spilar knattspyrnulandslið Íslands við Portúgal á EM. „Þrír landsleikir og þrír íslenskir sigrar,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson ákveðinn á blaðamannafundi HSÍ í gær.Mjög hraðir „Þeir eru gríðarlega öflugir fram á við. Það er að segja að þeir keyra góð hraðaupphlaup, hraða miðju og aðra og þriðju bylgju í hraðaupphlaupum. Þannig skora þeir flest sín mörk. Þeir eru með góða hornamenn og svo er línan sterk. 65 prósent af þeirra mörkum koma úr þessum atriðum. Það má alls ekki vanmeta þetta lið,“ segir Geir um portúgalska liðið sem hefur verið á uppleið síðustu ár og nýtur líka góðs af því að margir leikmenn spila saman. Geir valdi upphaflega 22 leikmenn í hópinn en skar fyrir helgina niður í nítján. Þá duttu út Björgvin Hólmgeirsson, Janus Daði Smárason og Hreiðar Levý Guðmundsson. Svo eru Vignir Svavarsson og Guðjón Valur Sigurðsson að glíma við meiðsli. Ástandið virðist vera verra á Vigni.Tveir að glíma við meiðsli „Ástand hópsins er að mestu leyti gott. Vignir er örlítið laskaður og óvíst með framhaldið hjá honum. Við metum það þegar nær dregur leik. Guðjón segist ekki hafa áhyggjur af sínum meiðslum en annars eru menn ferskir.“ Geir hefur ekki fengið mikinn tíma með liðinu síðan hann tók við af Aroni Kristjánssyni. Hann hefur ekki gert neinar breytingar á hópnum en hverju er verið að reyna að breyta?Ná því besta út úr öllum „Almennt að ná því besta út úr öllum. Að reyna að tryggja að menn séu að leggja sig fram og gefa allt í verkefnið. Að gæði hvers leikmanns nái að koma fram í leiknum. Auðvitað gerum við smá áherslubreytingar. Bæði út frá okkar andstæðingi sem og út frá okkur sjálfum. Minni atriði en samt atriði sem skipta máli. Við erum ekki að finna upp hjólið á svona skömmum tíma,“ segir Geir en hann hefur nýtt dagana til að leggja upp leikinn og veit að hann getur ekki gert neinar risabreytingar með liðið á svona skömmum tíma en hann veit vel hvað hann er með í höndunum. „Við erum með gríðarlega reynslumikið lið og við erum að reyna að nýta það. Ég vona að mönnum renni blóðið til skyldunnar að gefa virkilega í og kannski sérstaklega í ljósi þess hvernig gekk á Evrópumótinu í Póllandi.“ Gerum kröfur til okkar Þjálfarinn segir að liðið geri þær kröfur til sín að klára þetta verkefni.„Við viljum þetta og langar til Frakklands. Það þýðir að við verðum að klára þessa leiki. Við ætlum að koma vel undirbúnir til leiks og ná upp stemningu í liðinu.“ Strákarnir þekkja vel til portúgalska liðsins eftir að hafa mætt því í tvígang í janúar er það undirbjó sig fyrir EM í Póllandi. Þá tapaði A-liðið með fjórum mörkum en B-liðið vann með einu. Einkennilegir leikir og þar fóru viðvörunarbjöllur að klingja fyrir EM. Það var ástæða fyrir því að bjöllurnar fóru í gang.Vill fá góðan stuðning Geir vonast eftir því að þjóðin standi við bakið á strákunum í þessu verkefni enda mikið undir og nauðsynlegt að fara með góða stöðu til Porto. „Ég veit að þetta er klisja en það skiptir máli að fá góðan stuðning og strákarnir tala um það sjálfir. Það er allt annað að spila í fullri höll með góðri stemningu. Einhverjir halda að þetta sé lið sem eigi að klárast tiltölulega þægilega en það er ekki þannig. Þetta er flott lið sem var að vinna Katar í tvígang á dögunum,“ segir Geir en stemningin í Höllinni hefur oft fleytt strákunum langt þegar þess hefur verið þörf. HSÍ mun gera sitt besta til þess að lokka fólk á völlinn og verða alls konar viðburðir fyrir leik sem og í hálfleik. Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
handbolti „Það er ansi margt sem ber að varast hjá þessu liði,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en lærisveinar hans taka á móti Portúgal í Laugardalshöllinni á morgun. Fyrri leikur af tveimur um laust sæti á HM í Frakklandi í janúar á næsta ári. Síðari leikurinn fer fram í Porto á fimmtudag þannig að strákarnir þurfa að fara með gott veganesti í síðari leikinn. Það er sannkallað íþróttastríð á milli Íslands og Portúgals þessa dagana því á milli handboltalandsleikjanna spilar knattspyrnulandslið Íslands við Portúgal á EM. „Þrír landsleikir og þrír íslenskir sigrar,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson ákveðinn á blaðamannafundi HSÍ í gær.Mjög hraðir „Þeir eru gríðarlega öflugir fram á við. Það er að segja að þeir keyra góð hraðaupphlaup, hraða miðju og aðra og þriðju bylgju í hraðaupphlaupum. Þannig skora þeir flest sín mörk. Þeir eru með góða hornamenn og svo er línan sterk. 65 prósent af þeirra mörkum koma úr þessum atriðum. Það má alls ekki vanmeta þetta lið,“ segir Geir um portúgalska liðið sem hefur verið á uppleið síðustu ár og nýtur líka góðs af því að margir leikmenn spila saman. Geir valdi upphaflega 22 leikmenn í hópinn en skar fyrir helgina niður í nítján. Þá duttu út Björgvin Hólmgeirsson, Janus Daði Smárason og Hreiðar Levý Guðmundsson. Svo eru Vignir Svavarsson og Guðjón Valur Sigurðsson að glíma við meiðsli. Ástandið virðist vera verra á Vigni.Tveir að glíma við meiðsli „Ástand hópsins er að mestu leyti gott. Vignir er örlítið laskaður og óvíst með framhaldið hjá honum. Við metum það þegar nær dregur leik. Guðjón segist ekki hafa áhyggjur af sínum meiðslum en annars eru menn ferskir.“ Geir hefur ekki fengið mikinn tíma með liðinu síðan hann tók við af Aroni Kristjánssyni. Hann hefur ekki gert neinar breytingar á hópnum en hverju er verið að reyna að breyta?Ná því besta út úr öllum „Almennt að ná því besta út úr öllum. Að reyna að tryggja að menn séu að leggja sig fram og gefa allt í verkefnið. Að gæði hvers leikmanns nái að koma fram í leiknum. Auðvitað gerum við smá áherslubreytingar. Bæði út frá okkar andstæðingi sem og út frá okkur sjálfum. Minni atriði en samt atriði sem skipta máli. Við erum ekki að finna upp hjólið á svona skömmum tíma,“ segir Geir en hann hefur nýtt dagana til að leggja upp leikinn og veit að hann getur ekki gert neinar risabreytingar með liðið á svona skömmum tíma en hann veit vel hvað hann er með í höndunum. „Við erum með gríðarlega reynslumikið lið og við erum að reyna að nýta það. Ég vona að mönnum renni blóðið til skyldunnar að gefa virkilega í og kannski sérstaklega í ljósi þess hvernig gekk á Evrópumótinu í Póllandi.“ Gerum kröfur til okkar Þjálfarinn segir að liðið geri þær kröfur til sín að klára þetta verkefni.„Við viljum þetta og langar til Frakklands. Það þýðir að við verðum að klára þessa leiki. Við ætlum að koma vel undirbúnir til leiks og ná upp stemningu í liðinu.“ Strákarnir þekkja vel til portúgalska liðsins eftir að hafa mætt því í tvígang í janúar er það undirbjó sig fyrir EM í Póllandi. Þá tapaði A-liðið með fjórum mörkum en B-liðið vann með einu. Einkennilegir leikir og þar fóru viðvörunarbjöllur að klingja fyrir EM. Það var ástæða fyrir því að bjöllurnar fóru í gang.Vill fá góðan stuðning Geir vonast eftir því að þjóðin standi við bakið á strákunum í þessu verkefni enda mikið undir og nauðsynlegt að fara með góða stöðu til Porto. „Ég veit að þetta er klisja en það skiptir máli að fá góðan stuðning og strákarnir tala um það sjálfir. Það er allt annað að spila í fullri höll með góðri stemningu. Einhverjir halda að þetta sé lið sem eigi að klárast tiltölulega þægilega en það er ekki þannig. Þetta er flott lið sem var að vinna Katar í tvígang á dögunum,“ segir Geir en stemningin í Höllinni hefur oft fleytt strákunum langt þegar þess hefur verið þörf. HSÍ mun gera sitt besta til þess að lokka fólk á völlinn og verða alls konar viðburðir fyrir leik sem og í hálfleik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn