Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 16:30 Strákarnir fagna hér EM-sætinu í Laugardalnum 6. september 2015. Vísir/Vilhelm Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans því þá upplifði íslenska þjóðin í fyrsta sinn að eiga lið á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska fótboltalandsliðið komst á sitt fyrsta stórmót í 24. tilraun. Eftir tólf undankeppnir HM og ellefu undankeppnir EM var það í þessari undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi þar sem íslensku landsliðsmennirnir komu Íslandi alla leið. Íslenska liðið vann þrjá fyrstu leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og EM-draumurinn var farinn að breytast í veruleika. Strákarnir svöruðu tapleik í Tékklandi með því að vinna úti í Kasakstan og ná síðan fram hefndum á Tékkum á Laugardalsvellinum. Eftir stórbrotinn sigur á Hollendingum á Amsterdam Arena var þetta ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær og aðeins þremur dögum síðar var EM-farseðillinn í höfn. Markalaust jafntefli við Kasakstan leit ekki merkilega út á pappírnum en þetta eina stig var risastórt skref í sögu íslenska fótboltans því það kom karlalandsliðinu inn á sitt fyrsta stórmót. Íslenska liðið missti af fimm stigum í tveimur síðustu leikjunum og náði því ekki að vinna riðilinn en annað sætið á eftir sterku tékknesku liði var ekkert til skammast sín fyrir. Íslenska fótboltalandsliðið var komið inn á stóra sviðið og framundan var átta mánaða undirbúningur fyrsta stórmóts karlalandsliðsins. Hér fyrir neðan skoðum við sjö stærstu skrefin sem íslenska liðið tók á leið sinni á Evrópumótið í Frakklandi.Skref 1 3-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem meiddist í aðdraganda leiksins og Jón Daði var búinn að koma Íslandi í 1-0 eftir aðeins 18 mínútur. Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættu við mörkum með mínútu millibili undir lokin.Hetjan: Jón Daði BöðvarssonSkref 2 3-0 sigur á Lettland í Riga 10. október 2014 Íslenska liðið var með mikla yfirburði á móti Lettum í Riga en mörkin komu ekki fyrr en á síðustu 25 mínútunum. Aron Einar Gunnarsson lagði upp fyrsta markið fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Varamaðurinn Rúrik Gíslason innsiglaði síðan sigurinn í blálokin.Hetjan: Aron Einar GunnarssonSkref 3 2-0 sigur á Hollandi á Laugardalsvellinum 13. október 2014 Íslenska liðið sýndi styrk sinn með 2-0 verðskulduðum sigri á bronsliði Hollendinga frá HM í Brasilíu fyrr um sumarið. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin, það fyrra úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason fiskaði.Hetjan: Gylfi Þór SigurðssonVísir/VIlhelmSkref 4 3-0 sigur á Kasakstan í Astana 28. mars 2015 Eiður Smári Guðjohnsen kom aftur inn í landsliðið eftir átján mánaða fjarveru og hann kom íslenska liðinu í 1-0 á 20. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og Ísland fagnaði sigri eftir lengsta ferðalag landsliðsins í keppnisleik frá upphafi. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fórnaði fæðingu síns fyrsta barns til að leiða liðið til sigurs.Hetjan: Eiður Smári GuðjohnsenSkref 5 2-1 sigur á Tékklandi á Laugardalsvellinum 12. júní 2015 Kolbeinn Sigþórsson kórónaði endurkomu íslenska liðsins og hefnd fyrir tapið í fyrri leiknum með því að skora sigurmarkið á 76. mínútu eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum Tékka og sólað markvörðinn heimsfræga Petr Cech. Aron Einar Gunnarsson jafnaði metin fimm mínútum eftir að Tékkar komust yfir á 55. mínútu. Sigurinn skilaði íslenska liðinu í toppsæti riðilsins.Hetjan: Kolbeinn SigþórssonSkref 6 1-0 sigur á Hollandi í Amsterdam 3. september 2015 Íslenska liðið var komið með annan fótinn á EM eftir besta sigur liðsins frá upphafi. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 51. mínútu sem dæmd var eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni. Hannes Þór Halldórsson varði allt sem á markið kom og sá til þess öðrum fremur að Ísland varð fyrsta þjóðin til að vinna Holland bæði á heima- og útivelli í undankeppni.Hetjan: Hannes Þór HalldórssonSkref 7 0-0 jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvellinum 6. september 2015 Íslensku strákarnir náðu ekki að landa sigri á Kasökum á Laugardalsvellinum en liðið hélt hreinu í sjötta sinn í átta leikjum og stigið dugði því til að tryggja farseðilinn á EM. Troðfullur Laugardalsvöllurinn fagnaði EM-sætinu vel og lengi eftir leik með ánægðum leikmönnum íslenska liðsins. Ísland var komið á EM þrátt fyrir að enn væru eftir tvær umferðir í riðlinum.Hetjurnar: Strákarnir okkarÞessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans því þá upplifði íslenska þjóðin í fyrsta sinn að eiga lið á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska fótboltalandsliðið komst á sitt fyrsta stórmót í 24. tilraun. Eftir tólf undankeppnir HM og ellefu undankeppnir EM var það í þessari undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi þar sem íslensku landsliðsmennirnir komu Íslandi alla leið. Íslenska liðið vann þrjá fyrstu leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og EM-draumurinn var farinn að breytast í veruleika. Strákarnir svöruðu tapleik í Tékklandi með því að vinna úti í Kasakstan og ná síðan fram hefndum á Tékkum á Laugardalsvellinum. Eftir stórbrotinn sigur á Hollendingum á Amsterdam Arena var þetta ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær og aðeins þremur dögum síðar var EM-farseðillinn í höfn. Markalaust jafntefli við Kasakstan leit ekki merkilega út á pappírnum en þetta eina stig var risastórt skref í sögu íslenska fótboltans því það kom karlalandsliðinu inn á sitt fyrsta stórmót. Íslenska liðið missti af fimm stigum í tveimur síðustu leikjunum og náði því ekki að vinna riðilinn en annað sætið á eftir sterku tékknesku liði var ekkert til skammast sín fyrir. Íslenska fótboltalandsliðið var komið inn á stóra sviðið og framundan var átta mánaða undirbúningur fyrsta stórmóts karlalandsliðsins. Hér fyrir neðan skoðum við sjö stærstu skrefin sem íslenska liðið tók á leið sinni á Evrópumótið í Frakklandi.Skref 1 3-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem meiddist í aðdraganda leiksins og Jón Daði var búinn að koma Íslandi í 1-0 eftir aðeins 18 mínútur. Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættu við mörkum með mínútu millibili undir lokin.Hetjan: Jón Daði BöðvarssonSkref 2 3-0 sigur á Lettland í Riga 10. október 2014 Íslenska liðið var með mikla yfirburði á móti Lettum í Riga en mörkin komu ekki fyrr en á síðustu 25 mínútunum. Aron Einar Gunnarsson lagði upp fyrsta markið fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Varamaðurinn Rúrik Gíslason innsiglaði síðan sigurinn í blálokin.Hetjan: Aron Einar GunnarssonSkref 3 2-0 sigur á Hollandi á Laugardalsvellinum 13. október 2014 Íslenska liðið sýndi styrk sinn með 2-0 verðskulduðum sigri á bronsliði Hollendinga frá HM í Brasilíu fyrr um sumarið. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin, það fyrra úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason fiskaði.Hetjan: Gylfi Þór SigurðssonVísir/VIlhelmSkref 4 3-0 sigur á Kasakstan í Astana 28. mars 2015 Eiður Smári Guðjohnsen kom aftur inn í landsliðið eftir átján mánaða fjarveru og hann kom íslenska liðinu í 1-0 á 20. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og Ísland fagnaði sigri eftir lengsta ferðalag landsliðsins í keppnisleik frá upphafi. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fórnaði fæðingu síns fyrsta barns til að leiða liðið til sigurs.Hetjan: Eiður Smári GuðjohnsenSkref 5 2-1 sigur á Tékklandi á Laugardalsvellinum 12. júní 2015 Kolbeinn Sigþórsson kórónaði endurkomu íslenska liðsins og hefnd fyrir tapið í fyrri leiknum með því að skora sigurmarkið á 76. mínútu eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum Tékka og sólað markvörðinn heimsfræga Petr Cech. Aron Einar Gunnarsson jafnaði metin fimm mínútum eftir að Tékkar komust yfir á 55. mínútu. Sigurinn skilaði íslenska liðinu í toppsæti riðilsins.Hetjan: Kolbeinn SigþórssonSkref 6 1-0 sigur á Hollandi í Amsterdam 3. september 2015 Íslenska liðið var komið með annan fótinn á EM eftir besta sigur liðsins frá upphafi. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 51. mínútu sem dæmd var eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni. Hannes Þór Halldórsson varði allt sem á markið kom og sá til þess öðrum fremur að Ísland varð fyrsta þjóðin til að vinna Holland bæði á heima- og útivelli í undankeppni.Hetjan: Hannes Þór HalldórssonSkref 7 0-0 jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvellinum 6. september 2015 Íslensku strákarnir náðu ekki að landa sigri á Kasökum á Laugardalsvellinum en liðið hélt hreinu í sjötta sinn í átta leikjum og stigið dugði því til að tryggja farseðilinn á EM. Troðfullur Laugardalsvöllurinn fagnaði EM-sætinu vel og lengi eftir leik með ánægðum leikmönnum íslenska liðsins. Ísland var komið á EM þrátt fyrir að enn væru eftir tvær umferðir í riðlinum.Hetjurnar: Strákarnir okkarÞessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira