Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 16:30 Strákarnir fagna hér EM-sætinu í Laugardalnum 6. september 2015. Vísir/Vilhelm Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans því þá upplifði íslenska þjóðin í fyrsta sinn að eiga lið á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska fótboltalandsliðið komst á sitt fyrsta stórmót í 24. tilraun. Eftir tólf undankeppnir HM og ellefu undankeppnir EM var það í þessari undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi þar sem íslensku landsliðsmennirnir komu Íslandi alla leið. Íslenska liðið vann þrjá fyrstu leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og EM-draumurinn var farinn að breytast í veruleika. Strákarnir svöruðu tapleik í Tékklandi með því að vinna úti í Kasakstan og ná síðan fram hefndum á Tékkum á Laugardalsvellinum. Eftir stórbrotinn sigur á Hollendingum á Amsterdam Arena var þetta ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær og aðeins þremur dögum síðar var EM-farseðillinn í höfn. Markalaust jafntefli við Kasakstan leit ekki merkilega út á pappírnum en þetta eina stig var risastórt skref í sögu íslenska fótboltans því það kom karlalandsliðinu inn á sitt fyrsta stórmót. Íslenska liðið missti af fimm stigum í tveimur síðustu leikjunum og náði því ekki að vinna riðilinn en annað sætið á eftir sterku tékknesku liði var ekkert til skammast sín fyrir. Íslenska fótboltalandsliðið var komið inn á stóra sviðið og framundan var átta mánaða undirbúningur fyrsta stórmóts karlalandsliðsins. Hér fyrir neðan skoðum við sjö stærstu skrefin sem íslenska liðið tók á leið sinni á Evrópumótið í Frakklandi.Skref 1 3-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem meiddist í aðdraganda leiksins og Jón Daði var búinn að koma Íslandi í 1-0 eftir aðeins 18 mínútur. Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættu við mörkum með mínútu millibili undir lokin.Hetjan: Jón Daði BöðvarssonSkref 2 3-0 sigur á Lettland í Riga 10. október 2014 Íslenska liðið var með mikla yfirburði á móti Lettum í Riga en mörkin komu ekki fyrr en á síðustu 25 mínútunum. Aron Einar Gunnarsson lagði upp fyrsta markið fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Varamaðurinn Rúrik Gíslason innsiglaði síðan sigurinn í blálokin.Hetjan: Aron Einar GunnarssonSkref 3 2-0 sigur á Hollandi á Laugardalsvellinum 13. október 2014 Íslenska liðið sýndi styrk sinn með 2-0 verðskulduðum sigri á bronsliði Hollendinga frá HM í Brasilíu fyrr um sumarið. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin, það fyrra úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason fiskaði.Hetjan: Gylfi Þór SigurðssonVísir/VIlhelmSkref 4 3-0 sigur á Kasakstan í Astana 28. mars 2015 Eiður Smári Guðjohnsen kom aftur inn í landsliðið eftir átján mánaða fjarveru og hann kom íslenska liðinu í 1-0 á 20. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og Ísland fagnaði sigri eftir lengsta ferðalag landsliðsins í keppnisleik frá upphafi. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fórnaði fæðingu síns fyrsta barns til að leiða liðið til sigurs.Hetjan: Eiður Smári GuðjohnsenSkref 5 2-1 sigur á Tékklandi á Laugardalsvellinum 12. júní 2015 Kolbeinn Sigþórsson kórónaði endurkomu íslenska liðsins og hefnd fyrir tapið í fyrri leiknum með því að skora sigurmarkið á 76. mínútu eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum Tékka og sólað markvörðinn heimsfræga Petr Cech. Aron Einar Gunnarsson jafnaði metin fimm mínútum eftir að Tékkar komust yfir á 55. mínútu. Sigurinn skilaði íslenska liðinu í toppsæti riðilsins.Hetjan: Kolbeinn SigþórssonSkref 6 1-0 sigur á Hollandi í Amsterdam 3. september 2015 Íslenska liðið var komið með annan fótinn á EM eftir besta sigur liðsins frá upphafi. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 51. mínútu sem dæmd var eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni. Hannes Þór Halldórsson varði allt sem á markið kom og sá til þess öðrum fremur að Ísland varð fyrsta þjóðin til að vinna Holland bæði á heima- og útivelli í undankeppni.Hetjan: Hannes Þór HalldórssonSkref 7 0-0 jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvellinum 6. september 2015 Íslensku strákarnir náðu ekki að landa sigri á Kasökum á Laugardalsvellinum en liðið hélt hreinu í sjötta sinn í átta leikjum og stigið dugði því til að tryggja farseðilinn á EM. Troðfullur Laugardalsvöllurinn fagnaði EM-sætinu vel og lengi eftir leik með ánægðum leikmönnum íslenska liðsins. Ísland var komið á EM þrátt fyrir að enn væru eftir tvær umferðir í riðlinum.Hetjurnar: Strákarnir okkarÞessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans því þá upplifði íslenska þjóðin í fyrsta sinn að eiga lið á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska fótboltalandsliðið komst á sitt fyrsta stórmót í 24. tilraun. Eftir tólf undankeppnir HM og ellefu undankeppnir EM var það í þessari undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi þar sem íslensku landsliðsmennirnir komu Íslandi alla leið. Íslenska liðið vann þrjá fyrstu leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og EM-draumurinn var farinn að breytast í veruleika. Strákarnir svöruðu tapleik í Tékklandi með því að vinna úti í Kasakstan og ná síðan fram hefndum á Tékkum á Laugardalsvellinum. Eftir stórbrotinn sigur á Hollendingum á Amsterdam Arena var þetta ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær og aðeins þremur dögum síðar var EM-farseðillinn í höfn. Markalaust jafntefli við Kasakstan leit ekki merkilega út á pappírnum en þetta eina stig var risastórt skref í sögu íslenska fótboltans því það kom karlalandsliðinu inn á sitt fyrsta stórmót. Íslenska liðið missti af fimm stigum í tveimur síðustu leikjunum og náði því ekki að vinna riðilinn en annað sætið á eftir sterku tékknesku liði var ekkert til skammast sín fyrir. Íslenska fótboltalandsliðið var komið inn á stóra sviðið og framundan var átta mánaða undirbúningur fyrsta stórmóts karlalandsliðsins. Hér fyrir neðan skoðum við sjö stærstu skrefin sem íslenska liðið tók á leið sinni á Evrópumótið í Frakklandi.Skref 1 3-0 sigur á Tyrklandi á Laugardalsvellinum 9. september 2014 Jón Daði Böðvarsson kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem meiddist í aðdraganda leiksins og Jón Daði var búinn að koma Íslandi í 1-0 eftir aðeins 18 mínútur. Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættu við mörkum með mínútu millibili undir lokin.Hetjan: Jón Daði BöðvarssonSkref 2 3-0 sigur á Lettland í Riga 10. október 2014 Íslenska liðið var með mikla yfirburði á móti Lettum í Riga en mörkin komu ekki fyrr en á síðustu 25 mínútunum. Aron Einar Gunnarsson lagði upp fyrsta markið fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Varamaðurinn Rúrik Gíslason innsiglaði síðan sigurinn í blálokin.Hetjan: Aron Einar GunnarssonSkref 3 2-0 sigur á Hollandi á Laugardalsvellinum 13. október 2014 Íslenska liðið sýndi styrk sinn með 2-0 verðskulduðum sigri á bronsliði Hollendinga frá HM í Brasilíu fyrr um sumarið. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin, það fyrra úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason fiskaði.Hetjan: Gylfi Þór SigurðssonVísir/VIlhelmSkref 4 3-0 sigur á Kasakstan í Astana 28. mars 2015 Eiður Smári Guðjohnsen kom aftur inn í landsliðið eftir átján mánaða fjarveru og hann kom íslenska liðinu í 1-0 á 20. mínútu eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og Ísland fagnaði sigri eftir lengsta ferðalag landsliðsins í keppnisleik frá upphafi. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fórnaði fæðingu síns fyrsta barns til að leiða liðið til sigurs.Hetjan: Eiður Smári GuðjohnsenSkref 5 2-1 sigur á Tékklandi á Laugardalsvellinum 12. júní 2015 Kolbeinn Sigþórsson kórónaði endurkomu íslenska liðsins og hefnd fyrir tapið í fyrri leiknum með því að skora sigurmarkið á 76. mínútu eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum Tékka og sólað markvörðinn heimsfræga Petr Cech. Aron Einar Gunnarsson jafnaði metin fimm mínútum eftir að Tékkar komust yfir á 55. mínútu. Sigurinn skilaði íslenska liðinu í toppsæti riðilsins.Hetjan: Kolbeinn SigþórssonSkref 6 1-0 sigur á Hollandi í Amsterdam 3. september 2015 Íslenska liðið var komið með annan fótinn á EM eftir besta sigur liðsins frá upphafi. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 51. mínútu sem dæmd var eftir að brotið var á Birki Bjarnasyni. Hannes Þór Halldórsson varði allt sem á markið kom og sá til þess öðrum fremur að Ísland varð fyrsta þjóðin til að vinna Holland bæði á heima- og útivelli í undankeppni.Hetjan: Hannes Þór HalldórssonSkref 7 0-0 jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvellinum 6. september 2015 Íslensku strákarnir náðu ekki að landa sigri á Kasökum á Laugardalsvellinum en liðið hélt hreinu í sjötta sinn í átta leikjum og stigið dugði því til að tryggja farseðilinn á EM. Troðfullur Laugardalsvöllurinn fagnaði EM-sætinu vel og lengi eftir leik með ánægðum leikmönnum íslenska liðsins. Ísland var komið á EM þrátt fyrir að enn væru eftir tvær umferðir í riðlinum.Hetjurnar: Strákarnir okkarÞessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira