Margfalt fleiri fara í kynleiðréttingu Ingvar Haraldsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Transfólk hefur oft verið áberandi á hinsegin dögum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira