Á Fésbókarsíðu Serie A, efstu deildar á Ítalíu, er fjallað um fagnaðarlæti strákanna okkar með stuðningsmönnum eftir leik. Myndirnar sem fylgja eru ekki í verri kantinum.
„Sjáiði gleðina hjá þessum strákum. Stolt 320 þúsund manna þjóðar sem í gær skemmti allri Evrópu. Þarna faðma leikmenn og kyssa stuðningsmenn, bróður sinn, eiginkonu sína, uppeldisvin,“ segir á síðunni.
„Átrúnaðargoð eru aldrei ósnertanleg, líkt og draumar geta alltaf ræst,“ segir á síðunni.
„Allt er mögulegt fyrir stóra fjölskyldu sem lagði hart að sér og var skipulagt, góð lífsspeki. Það er engin tilviljun að Ísland sé komið á þennan stað og þetta er ekkert ævintýri. Sjáið gleðina í andlitum fólksins. Í eitt kvöld eru þetta hinir sönnu sigurvegarar.“