Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Þróttur 3-2 | Tvö mörk í forgjöf dugðu ekki Þrótti Jóhann Óli Eiðsson á ÓIafsvíkurvelli skrifar 28. júní 2016 22:00 Ólafsvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar. Vísir/Vilhelm Víkingur Ólafsvík vann baráttusigur á Þrótti Reykjavík 3-2 í Ólafsvík í kvöld. Leikurinn var liður í 9. umferð Pepsi-deildar karlar. Víkingar gáfu Þrótturum tvö mörk í forgjöf en gestirnir höfðu skorað tvö mörk á fyrstu tveimur mínútunum. Hið fyrra skoraði Brynjar Jónasson en hið síðara var í boði Vilhjálms Pálmasonar. Hrvoje Tokic minnkaði muninn með skalla eftir hornspyrnu skömmu fyrir hálfleik. Síðari hálfleikur var bragðdaufur þar til á lokamínútunum. Þá tóku heimamenn sig til og sneru tapi í sigur. Varamaðurinn Alfreð Már Hjaltalín kom þeim á bragðið áður en varnarmaðurinn Aleix Acame skoraði með skalla eftir hornspyrnu á síðustu mínútu leiksins.Af hverju vann Víkingur Ó.? Sigurinn verður að skrifa á baráttu og karakter. Víkingar byrjuðu leikinn bara alls ekki og fengu tvö mörk á sig strax í upphafi. Hægt og bítandi náðu þeir að vinna sig inn í leikinn og setja mark fyrir hálfleik. Í þeim var jafnræði með liðunum þar til Þróttarar duttu í þann gamalkunna pytt að falla of aftarlega á völlinn. Víkingar gengu á lagið og höfðu þegar upp var staðið skorað tvö mörk. Jafntefli hefðu eflaust verið sanngjörn úrslit en knattspyrnan er alls ekki alltaf sanngjörn.Hvað gekk vel? Það sem af er tímabili hafa Þróttarar ekki verið þekktir fyrir markaskorun en þeir buðu upp á tvö mörk á jafn mörgum mínútum í upphafi leiks. Vilhjálmur og Brynjar kláruðu sín færi afar vel. Vængspil beggja liða gekk oft á tíðum ágætlega. Dion Acoff var sprækur hjá Þrótturum og hinum megin var William Da Silva sprækur þegar hann var færður út á væng. Hann, Þorsteinn og Pape voru duglegir við að rótera. Þá má alveg hrósa leik fyrirliðans Halls Hallssonar á miðjunni hjá Þrótti. Hann sópaði mjög vel og kom oft á tíðum í veg fyrir hættulega sénsa heimamanna. Þáttur Arnars Darra í markinu var einnig góður en hann varði vel og gat ekki mikið gert í mörkum heimamanna.Hvað gekk illa? Víkingum gekk bölvanlega að tengja fyrstu tíu mínúturnar og framan af var útlit fyrir að gestirnir myndu ganga af velli með stóran sigur. Hafsentarnir tveir, Aleix Acame og Tomasz Luba, voru bara ekki rétt stilltir upphafi. Eins og Þrótturum gekk ágætlega að verjast meðan boltinn var í leik þá er óásættanlegt að fá á sig tvö mörk eftir föst leikatriði. Með því köstuðu þeir frá sér leiknum sem þeir höfðu í upphafi fengið upp í hendurnar. Hjá Víkingum má nefna að Pape Mamadou Faye náði aldrei tengingu við leikinn og að félagi hans vinstra megin, bakvörðurinn Pontus Nordenberg, var í bullandi basli með Dion Acoff að einni tæklingu undanskilinni.Hvað gerist næst? Víkingar fagna sigrinum eflaust vel enda lyftir hann liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði FH og tveimur á eftir Fjölni í öðru sætinu. Framundan hjá liðinu er leikur á Alvogenvellinum og verður forvitnilegt að sjá hvort Ólafsvíkingar geri byrjun þingmannsins með KR að martröð. Þróttur er enn í ellefta sæti með jafn mörg stig og ÍA en Skagamenn eiga leik til góða. Í næstu umferð fær liðið botnlið Fylkis í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þar fá rauðhvítröndróttir gullið tækifæri til að lyfta sér örlítið frá botninum.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.Vísir/ErnirGregg: Spiluðum þá af vellinum fyrsta hálftímann „Þetta er algerlega ömurlegt fyrir strákana, þeir áttu þetta ekki skilið,“ sagði Gregg Ryder í samtali við Vísi eftir pungsparkið á lokamínútunum. Þrótturum fannst þeir illa sviknir um þrjú stig eftir leikinn. „Yfir níutíu mínútur þá fannst mér við vera betra liðið. Ég var afar ánægður með það hvernig strákarnir komu til baka eftir síðasta leik og spiluðu frábærlega. Það bara, hlutirnir féllu ekki fyrir okkur. Það er mjög pirrandi, við erum vonsviknir en við gáfum þessu allt sem við áttum.“ Þróttarar voru miklu betri í upphafi leiksins og uppskáru tvö mörk strax í upphafi. „Við spiluðum þá nánast af vellinum fyrsta hálftímann. Í byrjun síðari fengum við líka sénsa sem við kláruðum ekki. Þetta féll ekki fyrir okkur.“ Ryder segir að stundum séu hlutirnir bara svona og þá sé ekkert annað hægt en að halda áfram. „Við buðum upp á frammistöðuna þó við höfum ekki landað sigrinum. Við munum taka það jákvæða úr leiknum því það var fjölmargt jákvætt sem við gerðum. Stigin þrjú voru það eina sem vantaði.“Ejus Purisevic, þjálfari Víkings Ó.Vísir/AntonEjub: Gerðum frábærlega í að koma til baka „Þetta var ekkert sem við ákváðum heldur voru það örfáir einstaklingar sem buðu upp á þessa hörmulegu byrjun,“ sagði Ejus Purisevic í leikslok. Þar vísaði hann til klaufagangs í vörn Víkings sem gaf Þrótturum tvö mörk á silfurfati. „Það er erfitt að koma til baka eftir svona en við gerðum það frábærlega í fyrri hálfleik að koma aftur og skora mark. Við fengum sénsa til að jafna en það gekk ekki fyrir hálfleik.“ Ejub segir að í leikhléi hafi hann einfaldlega sagt sínum drengjum að gefast ekki upp og halda áfram á sömu braut í síðari hálfleik. Það gekk ekki alveg í upphafi hans en eftir því sem á leið féll meira fyrir Víkinga. „Við vissum að við fengjum færi en við vissum ekki hvenær. Við gáfumst ekki upp, héldum áfram að reyna og fengum þrjú stig,“ sagði Ejub.Hallur Hallsson.Vísir/EyþórHallur: Úrslitin sárari en skurðurinn Það var lemstraður Hallur Hallsson sem ræddi við blaðamann að leik loknum. Hallur hafði fengið olnbogaskot í fyrri hálfleik og fékk skurð við hægra augað af þeim sökum. Hann kláraði því leikinn með umbúðir á hausnum. „Úrslitin eru talsvert sárari en þessi skurður. Þetta er ekki neitt,“ sagði Hallur. „Það er gífurlega sveggjandi að klúðra þessu svona í lokin en við tökum rútuferðina heim, jöfnum okkur á þessu og ræðum þetta okkar á milli.“ Eftir frábæra byrjun féllu Þróttarar aftarlega og fengu að lokum á sig þrjú mörk. „Við hleyptum þeim inn í leikinn og féllum alltaf aftar og aftar. Við reyndum að ýta þeim framar og spila okkar bolta en einhver röð mistaka skilar sér í því að við töpum þremur stigum í dag. Við vorum að hlaupa fyrir hvorn annan og lögðum okkur alla fram en ef við höldum því áfram þá fáum við punkta síðar meir.“ Þau stórtíðindi áttu sér stað í leiknum að Hallur fékk ekki gult spjald. „Mér fannst Guðmundur gefa þeim full margar aukaspyrnur miðað við hvað við fengum svo ég lét hann aðeins heyra það. Það verður allavega ekki sagt að ég hafi ekki reynt,“ sagði Hallur kíminn að lokum.Fimm marka leikur í Ólafsvík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Víkingur Ólafsvík vann baráttusigur á Þrótti Reykjavík 3-2 í Ólafsvík í kvöld. Leikurinn var liður í 9. umferð Pepsi-deildar karlar. Víkingar gáfu Þrótturum tvö mörk í forgjöf en gestirnir höfðu skorað tvö mörk á fyrstu tveimur mínútunum. Hið fyrra skoraði Brynjar Jónasson en hið síðara var í boði Vilhjálms Pálmasonar. Hrvoje Tokic minnkaði muninn með skalla eftir hornspyrnu skömmu fyrir hálfleik. Síðari hálfleikur var bragðdaufur þar til á lokamínútunum. Þá tóku heimamenn sig til og sneru tapi í sigur. Varamaðurinn Alfreð Már Hjaltalín kom þeim á bragðið áður en varnarmaðurinn Aleix Acame skoraði með skalla eftir hornspyrnu á síðustu mínútu leiksins.Af hverju vann Víkingur Ó.? Sigurinn verður að skrifa á baráttu og karakter. Víkingar byrjuðu leikinn bara alls ekki og fengu tvö mörk á sig strax í upphafi. Hægt og bítandi náðu þeir að vinna sig inn í leikinn og setja mark fyrir hálfleik. Í þeim var jafnræði með liðunum þar til Þróttarar duttu í þann gamalkunna pytt að falla of aftarlega á völlinn. Víkingar gengu á lagið og höfðu þegar upp var staðið skorað tvö mörk. Jafntefli hefðu eflaust verið sanngjörn úrslit en knattspyrnan er alls ekki alltaf sanngjörn.Hvað gekk vel? Það sem af er tímabili hafa Þróttarar ekki verið þekktir fyrir markaskorun en þeir buðu upp á tvö mörk á jafn mörgum mínútum í upphafi leiks. Vilhjálmur og Brynjar kláruðu sín færi afar vel. Vængspil beggja liða gekk oft á tíðum ágætlega. Dion Acoff var sprækur hjá Þrótturum og hinum megin var William Da Silva sprækur þegar hann var færður út á væng. Hann, Þorsteinn og Pape voru duglegir við að rótera. Þá má alveg hrósa leik fyrirliðans Halls Hallssonar á miðjunni hjá Þrótti. Hann sópaði mjög vel og kom oft á tíðum í veg fyrir hættulega sénsa heimamanna. Þáttur Arnars Darra í markinu var einnig góður en hann varði vel og gat ekki mikið gert í mörkum heimamanna.Hvað gekk illa? Víkingum gekk bölvanlega að tengja fyrstu tíu mínúturnar og framan af var útlit fyrir að gestirnir myndu ganga af velli með stóran sigur. Hafsentarnir tveir, Aleix Acame og Tomasz Luba, voru bara ekki rétt stilltir upphafi. Eins og Þrótturum gekk ágætlega að verjast meðan boltinn var í leik þá er óásættanlegt að fá á sig tvö mörk eftir föst leikatriði. Með því köstuðu þeir frá sér leiknum sem þeir höfðu í upphafi fengið upp í hendurnar. Hjá Víkingum má nefna að Pape Mamadou Faye náði aldrei tengingu við leikinn og að félagi hans vinstra megin, bakvörðurinn Pontus Nordenberg, var í bullandi basli með Dion Acoff að einni tæklingu undanskilinni.Hvað gerist næst? Víkingar fagna sigrinum eflaust vel enda lyftir hann liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði FH og tveimur á eftir Fjölni í öðru sætinu. Framundan hjá liðinu er leikur á Alvogenvellinum og verður forvitnilegt að sjá hvort Ólafsvíkingar geri byrjun þingmannsins með KR að martröð. Þróttur er enn í ellefta sæti með jafn mörg stig og ÍA en Skagamenn eiga leik til góða. Í næstu umferð fær liðið botnlið Fylkis í heimsókn í sannkölluðum sex stiga leik. Þar fá rauðhvítröndróttir gullið tækifæri til að lyfta sér örlítið frá botninum.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.Vísir/ErnirGregg: Spiluðum þá af vellinum fyrsta hálftímann „Þetta er algerlega ömurlegt fyrir strákana, þeir áttu þetta ekki skilið,“ sagði Gregg Ryder í samtali við Vísi eftir pungsparkið á lokamínútunum. Þrótturum fannst þeir illa sviknir um þrjú stig eftir leikinn. „Yfir níutíu mínútur þá fannst mér við vera betra liðið. Ég var afar ánægður með það hvernig strákarnir komu til baka eftir síðasta leik og spiluðu frábærlega. Það bara, hlutirnir féllu ekki fyrir okkur. Það er mjög pirrandi, við erum vonsviknir en við gáfum þessu allt sem við áttum.“ Þróttarar voru miklu betri í upphafi leiksins og uppskáru tvö mörk strax í upphafi. „Við spiluðum þá nánast af vellinum fyrsta hálftímann. Í byrjun síðari fengum við líka sénsa sem við kláruðum ekki. Þetta féll ekki fyrir okkur.“ Ryder segir að stundum séu hlutirnir bara svona og þá sé ekkert annað hægt en að halda áfram. „Við buðum upp á frammistöðuna þó við höfum ekki landað sigrinum. Við munum taka það jákvæða úr leiknum því það var fjölmargt jákvætt sem við gerðum. Stigin þrjú voru það eina sem vantaði.“Ejus Purisevic, þjálfari Víkings Ó.Vísir/AntonEjub: Gerðum frábærlega í að koma til baka „Þetta var ekkert sem við ákváðum heldur voru það örfáir einstaklingar sem buðu upp á þessa hörmulegu byrjun,“ sagði Ejus Purisevic í leikslok. Þar vísaði hann til klaufagangs í vörn Víkings sem gaf Þrótturum tvö mörk á silfurfati. „Það er erfitt að koma til baka eftir svona en við gerðum það frábærlega í fyrri hálfleik að koma aftur og skora mark. Við fengum sénsa til að jafna en það gekk ekki fyrir hálfleik.“ Ejub segir að í leikhléi hafi hann einfaldlega sagt sínum drengjum að gefast ekki upp og halda áfram á sömu braut í síðari hálfleik. Það gekk ekki alveg í upphafi hans en eftir því sem á leið féll meira fyrir Víkinga. „Við vissum að við fengjum færi en við vissum ekki hvenær. Við gáfumst ekki upp, héldum áfram að reyna og fengum þrjú stig,“ sagði Ejub.Hallur Hallsson.Vísir/EyþórHallur: Úrslitin sárari en skurðurinn Það var lemstraður Hallur Hallsson sem ræddi við blaðamann að leik loknum. Hallur hafði fengið olnbogaskot í fyrri hálfleik og fékk skurð við hægra augað af þeim sökum. Hann kláraði því leikinn með umbúðir á hausnum. „Úrslitin eru talsvert sárari en þessi skurður. Þetta er ekki neitt,“ sagði Hallur. „Það er gífurlega sveggjandi að klúðra þessu svona í lokin en við tökum rútuferðina heim, jöfnum okkur á þessu og ræðum þetta okkar á milli.“ Eftir frábæra byrjun féllu Þróttarar aftarlega og fengu að lokum á sig þrjú mörk. „Við hleyptum þeim inn í leikinn og féllum alltaf aftar og aftar. Við reyndum að ýta þeim framar og spila okkar bolta en einhver röð mistaka skilar sér í því að við töpum þremur stigum í dag. Við vorum að hlaupa fyrir hvorn annan og lögðum okkur alla fram en ef við höldum því áfram þá fáum við punkta síðar meir.“ Þau stórtíðindi áttu sér stað í leiknum að Hallur fékk ekki gult spjald. „Mér fannst Guðmundur gefa þeim full margar aukaspyrnur miðað við hvað við fengum svo ég lét hann aðeins heyra það. Það verður allavega ekki sagt að ég hafi ekki reynt,“ sagði Hallur kíminn að lokum.Fimm marka leikur í Ólafsvík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira