Miðarnir þúsund uppseldir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2016 10:18 Leikur Íslands og Frakklands fer fram á sama velli og Ísland lagði Austurríki á. Á þeim leik voru rúmlega 10.000 auð sæti. vísir/vilhelm Miðasala á leið Íslands og Frakklands hefst klukkan 12.00 en hægt verður að fara í biðröð fyrir miðasöluna klukkan 11.45. Ekki er ljóst hve margir miðar verða í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Uppfært 14.30 Útlit er fyrir að allir miðar á leikinn hafi verið seldir. Ekki er ljóst, samkvæmt KSÍ, á þessari stundu hve margir Íslendingar fengu miða. Uppfært 12.35 Einhverjir hafa leitað á náðir brasksíðna þar sem miðarnir eru seldir. Á einni slíkri voru um 30.000 manns að skoða miðana sem þar voru í boði. Lágmarksverð á miðum þar virðist vera um 50.000 krónur og fer hækkandi. Hins vegar er ekki öll von úti enn. UEFA virðist hafa tekið frá sérstakt svæði á vellinum fyrir Íslendinga. Þeir einstaklingar sem keypt hafa miða áður á leikina gætu átt von á tölvupósti frá UEFA þar sem þeim er boðið að kaupa miða á leikinn. Verið er að senda slíka tölvupósta út sem stendur og hafa fjölmargir fengið miða í gegnum hann.Uppfært 12.07 Uppselt er á leik Íslands og Frakklands. Um 1.000 miðar fóru í almenna sölu þar sem gífurlegur fjöldi Frakka virðist hafa sótt um „follow your team“ miða. Inn á EM Ferðagrúppunni eru einhverjir sem virðast hafa fengið miða en enn fleiri eru að auglýsa eftir því að eignast slíka. Ekki voru nema í kringum þúsund Íslendingar sem keyptu „follow your team“ miða í upphafi. Því er möguleiki að fyrir hvern íslenskan áhorfanda á vellinum verði um fjörutíu Frakkar. Einhverjir fengu tölvupóst frá UEFA með boð um VIP-miða sem kostar um 1.800 evrur. Forgangurinn fólst í því. Óljóst er hvort einhver Íslendingur hafi nýtt sér þann möguleika en 1.800 evrur eru um 257.000 krónur íslenskar.Uppfært 11.46 Ljóst er að margir munu sitja eftir með sárt ennið. Í kringum 1.000 miðar fóru í almenna sölu og standa því Íslendingum til boða. Einhverjir ættu að hafa fengið póst frá UEFA sem hleypir fólki fram fyrir í röðinni.Uppfært 11.23 Stuðningsmenn Íslands munu fá forgang í miðasölunni. Þetta kemur fram á Twitter-síðu KSÍ. Þeir munu fá tölvupóst með nánari upplýsingum. Ekki er hins vegar nákvæmlega ljóst hvernig það mun fara fram. KSÍ hefur fengið þær upplýsingar frá UEFA að stuðningsmenn íslenska landsliðsins, sem keypt hafa miða af UEFA á fyrri leiki Íslands í keppninni, verði í forgangi þegar kemur að miðakaupum á leik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum á EM.Viðkomandi einstaklingar munu fá tölvupóst frá UEFA með frekari upplýsingum og leiðbeiningum. Um er að ræða miða sem eru sérstaklega ætlaðir stuðningsmönnum íslenska liðsins.Ef þú hefur keypt miða á einhvern af leikjum Íslands hingað til, kíktu þá í innhólfið þitt!KSÍ hefur fengið þær uppl. frá UEFA að stuðningsmenn Íslands verði í forgangi þegar kemur að miðakaupum á leikinn í 8-liða úrslitum á EM.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 28, 2016 (2) Viðkomandi munu fá tölvupóst frá UEFA með frekari upplýsingum og leiðbeiningum. Fylgist með innhólfinu ykkar!— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 28, 2016 Leikur Íslands og Frakklands mun fara fram á Stade de France vellinum næstkomandi sunnudag en leikurinn er síðasti leikur 8-liða úrslitanna. Völlurinn er staðsettur í Saint Denis, í höfuðborginni París, og er rúmlega tvöfalt stærri en hreiðrið í Nice. Leikvangurinn tekur 81.338 manns í sæti og er sá fimmti stærsti í Evrópu. Líkt og áður segir hefst miðasala klukkan 12.00 og verða þeir afgreiddir eftir hinni fornu reglu, fyrstur kemur, fyrstur fær. Engir miðar eru eyrnamerktir stuðningsmönnum þjóðarinnar. Hve marga miða keyptu Frakkar? Undantekning er gerð fyrir þá stuðningsmenn sem keyptu „follow your team“ miða í upphafi móts en þeir hafa nú þegar tryggt sér miða á leikinn. Tæplega þúsund íslenskir stuðningsmenn sóttu um slíkan miða fyrir mótið en óvíst er hve margir stuðningsmenn Frakka keyptu slíka. Verð á miðum er hærra en í riðlakeppninni og 16-liða úrslitunum. Ódýrustu miðarnir kosta nú 45 evrur, eða tæplega 6.500 krónur, en þeir dýrustu 195 evrur, tæplega 27.000 krónur. Verðið mun síðan halda áfram að hækka eftir því sem nær dregur úrslitaleiknum. Hver og einn getur aðeins keypt fjóra miða í einu og enginn afsláttur er gefinn ef verslað er fyrir börn. Eingöngu er hægt að greiða fyrir miðana með kortum VISA eða MasterCard og er nauðsynlegt að næg innistæða eða heimild sé fyrir kaupunum. Þegar miðasölusíðan kemur hefur fólk fimmtán mínútur til að ganga frá kaupunum eða missa af miðunum ella. Þegar miði hefur verið keyptur er síðan nauðsynlegt að sækja hann á þar til gerðar stöðvar í Frakklandi. Have margir miðar standa til boða veltur á „follow your team“ miðum Frakka. Það er því ekki ljóst hvort það verða 5.000 miðar sem fara í sölu á eftir eða 60.000. Það eina sem áhugasamir geta gert er að smella á þennan hlekk og vera tilbúinn á „refresh-takkanum“ klukkan 11.45. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Höddi Magg hvetur KSÍ til að bjóða Gunnleifi á leikinn við Frakka | Myndband Sumarmessan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fór Hörður Magnússon yfir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM 2016 ásamt gestum sínum, Gunnleifi Gunnleifssyni og Tryggva Guðmundsson. 28. júní 2016 09:55 EM í dag: Reknir út af Stadé de Nice og Ragga Sig til Liverpool, núna! Enginn Íslendingur mun gleyma hvar hann var þegar Ísland lagði England á EM í Frakklandi. 28. júní 2016 09:00 Dorrit og Eggert Magnússon stigu sigurdans á vellinum í Nice | Myndband Gleðin var við völd á Stade de Nice eftir að Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016. 28. júní 2016 09:26 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Miðasala á leið Íslands og Frakklands hefst klukkan 12.00 en hægt verður að fara í biðröð fyrir miðasöluna klukkan 11.45. Ekki er ljóst hve margir miðar verða í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Uppfært 14.30 Útlit er fyrir að allir miðar á leikinn hafi verið seldir. Ekki er ljóst, samkvæmt KSÍ, á þessari stundu hve margir Íslendingar fengu miða. Uppfært 12.35 Einhverjir hafa leitað á náðir brasksíðna þar sem miðarnir eru seldir. Á einni slíkri voru um 30.000 manns að skoða miðana sem þar voru í boði. Lágmarksverð á miðum þar virðist vera um 50.000 krónur og fer hækkandi. Hins vegar er ekki öll von úti enn. UEFA virðist hafa tekið frá sérstakt svæði á vellinum fyrir Íslendinga. Þeir einstaklingar sem keypt hafa miða áður á leikina gætu átt von á tölvupósti frá UEFA þar sem þeim er boðið að kaupa miða á leikinn. Verið er að senda slíka tölvupósta út sem stendur og hafa fjölmargir fengið miða í gegnum hann.Uppfært 12.07 Uppselt er á leik Íslands og Frakklands. Um 1.000 miðar fóru í almenna sölu þar sem gífurlegur fjöldi Frakka virðist hafa sótt um „follow your team“ miða. Inn á EM Ferðagrúppunni eru einhverjir sem virðast hafa fengið miða en enn fleiri eru að auglýsa eftir því að eignast slíka. Ekki voru nema í kringum þúsund Íslendingar sem keyptu „follow your team“ miða í upphafi. Því er möguleiki að fyrir hvern íslenskan áhorfanda á vellinum verði um fjörutíu Frakkar. Einhverjir fengu tölvupóst frá UEFA með boð um VIP-miða sem kostar um 1.800 evrur. Forgangurinn fólst í því. Óljóst er hvort einhver Íslendingur hafi nýtt sér þann möguleika en 1.800 evrur eru um 257.000 krónur íslenskar.Uppfært 11.46 Ljóst er að margir munu sitja eftir með sárt ennið. Í kringum 1.000 miðar fóru í almenna sölu og standa því Íslendingum til boða. Einhverjir ættu að hafa fengið póst frá UEFA sem hleypir fólki fram fyrir í röðinni.Uppfært 11.23 Stuðningsmenn Íslands munu fá forgang í miðasölunni. Þetta kemur fram á Twitter-síðu KSÍ. Þeir munu fá tölvupóst með nánari upplýsingum. Ekki er hins vegar nákvæmlega ljóst hvernig það mun fara fram. KSÍ hefur fengið þær upplýsingar frá UEFA að stuðningsmenn íslenska landsliðsins, sem keypt hafa miða af UEFA á fyrri leiki Íslands í keppninni, verði í forgangi þegar kemur að miðakaupum á leik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum á EM.Viðkomandi einstaklingar munu fá tölvupóst frá UEFA með frekari upplýsingum og leiðbeiningum. Um er að ræða miða sem eru sérstaklega ætlaðir stuðningsmönnum íslenska liðsins.Ef þú hefur keypt miða á einhvern af leikjum Íslands hingað til, kíktu þá í innhólfið þitt!KSÍ hefur fengið þær uppl. frá UEFA að stuðningsmenn Íslands verði í forgangi þegar kemur að miðakaupum á leikinn í 8-liða úrslitum á EM.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 28, 2016 (2) Viðkomandi munu fá tölvupóst frá UEFA með frekari upplýsingum og leiðbeiningum. Fylgist með innhólfinu ykkar!— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 28, 2016 Leikur Íslands og Frakklands mun fara fram á Stade de France vellinum næstkomandi sunnudag en leikurinn er síðasti leikur 8-liða úrslitanna. Völlurinn er staðsettur í Saint Denis, í höfuðborginni París, og er rúmlega tvöfalt stærri en hreiðrið í Nice. Leikvangurinn tekur 81.338 manns í sæti og er sá fimmti stærsti í Evrópu. Líkt og áður segir hefst miðasala klukkan 12.00 og verða þeir afgreiddir eftir hinni fornu reglu, fyrstur kemur, fyrstur fær. Engir miðar eru eyrnamerktir stuðningsmönnum þjóðarinnar. Hve marga miða keyptu Frakkar? Undantekning er gerð fyrir þá stuðningsmenn sem keyptu „follow your team“ miða í upphafi móts en þeir hafa nú þegar tryggt sér miða á leikinn. Tæplega þúsund íslenskir stuðningsmenn sóttu um slíkan miða fyrir mótið en óvíst er hve margir stuðningsmenn Frakka keyptu slíka. Verð á miðum er hærra en í riðlakeppninni og 16-liða úrslitunum. Ódýrustu miðarnir kosta nú 45 evrur, eða tæplega 6.500 krónur, en þeir dýrustu 195 evrur, tæplega 27.000 krónur. Verðið mun síðan halda áfram að hækka eftir því sem nær dregur úrslitaleiknum. Hver og einn getur aðeins keypt fjóra miða í einu og enginn afsláttur er gefinn ef verslað er fyrir börn. Eingöngu er hægt að greiða fyrir miðana með kortum VISA eða MasterCard og er nauðsynlegt að næg innistæða eða heimild sé fyrir kaupunum. Þegar miðasölusíðan kemur hefur fólk fimmtán mínútur til að ganga frá kaupunum eða missa af miðunum ella. Þegar miði hefur verið keyptur er síðan nauðsynlegt að sækja hann á þar til gerðar stöðvar í Frakklandi. Have margir miðar standa til boða veltur á „follow your team“ miðum Frakka. Það er því ekki ljóst hvort það verða 5.000 miðar sem fara í sölu á eftir eða 60.000. Það eina sem áhugasamir geta gert er að smella á þennan hlekk og vera tilbúinn á „refresh-takkanum“ klukkan 11.45.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Höddi Magg hvetur KSÍ til að bjóða Gunnleifi á leikinn við Frakka | Myndband Sumarmessan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fór Hörður Magnússon yfir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM 2016 ásamt gestum sínum, Gunnleifi Gunnleifssyni og Tryggva Guðmundsson. 28. júní 2016 09:55 EM í dag: Reknir út af Stadé de Nice og Ragga Sig til Liverpool, núna! Enginn Íslendingur mun gleyma hvar hann var þegar Ísland lagði England á EM í Frakklandi. 28. júní 2016 09:00 Dorrit og Eggert Magnússon stigu sigurdans á vellinum í Nice | Myndband Gleðin var við völd á Stade de Nice eftir að Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016. 28. júní 2016 09:26 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Höddi Magg hvetur KSÍ til að bjóða Gunnleifi á leikinn við Frakka | Myndband Sumarmessan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fór Hörður Magnússon yfir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM 2016 ásamt gestum sínum, Gunnleifi Gunnleifssyni og Tryggva Guðmundsson. 28. júní 2016 09:55
EM í dag: Reknir út af Stadé de Nice og Ragga Sig til Liverpool, núna! Enginn Íslendingur mun gleyma hvar hann var þegar Ísland lagði England á EM í Frakklandi. 28. júní 2016 09:00
Dorrit og Eggert Magnússon stigu sigurdans á vellinum í Nice | Myndband Gleðin var við völd á Stade de Nice eftir að Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016. 28. júní 2016 09:26