Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands í 2-1 sigri en íslenska liðið mætir því franska á Stade de France á sunnudagskvöldið.
Það voru ekki bara leikmenn og starfsmenn landsliðsins sem stigu sigurdans á vellinum eftir lokaflautið.
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff og Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, voru eins og gefur að skilja í skýjunum með úrslitin og dönsuðu eins og litlir krakkar á vellinum.
Myndband af þessum skemmtilega sigurdansi Dorritar og Eggerts má sjá hér að neðan.
Eggert Magnússon og Dorrit Moussiaeff voru hress eftir leik #EMÍsland #fotboltinet #isl pic.twitter.com/DS2qmcDvVH
— Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) June 27, 2016