Gummi Ben lýsti að sjálfsögðu leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum í Nice í kvöld og var orðinn ansi æstur undir lokin.
Englendingar fengu hornspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan og hentu öllum fram, þ.á.m. markverðinum Joe Hart.
Sem betur fer skallaði Dele Alli boltann framhjá og í kjölfarið flautaði slóvenski dómarinn Damir Skomina til leiksloka.
Þá sprakk Gummi endanlega af gleði og missti algjörlega stjórn á sér í sigurvímunni.
Þessa mögnuðu lýsingu má heyra hér að neðan.
Upplifuðu lokaandartök leiksins aftur. Þið getið prufað að loka bara augunum og hlustað á @GummiBen #EMÍsland https://t.co/wcKwZEOIOP
— Síminn (@siminn) June 27, 2016