Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gerir sex breytingar á enska liðinu fyrir leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld.
Hodgson teflir fram sama liði og í fyrstu tveimur leikjum Englands á EM fyrir utan Daniel Sturridge sem byrjar í staðinn fyrir Adam Lallana.
Búist er við því að Sturridge verði á hægri kantinum, Raheem Sterling á þeim vinstri og Harry Kane fremstur.
Hodgson gerði sex breytingar á enska liðinu fyrir lokaleikinn í riðlakeppninni gegn Slóvakíu. Aðeins Joe Hart, Gary Cahill, Chris Smalling, Eric Dier og Sturridge halda sætum sínum frá þeim leik sem lyktaði með markalausu jafntefli.
Lið Englands er þannig skipað:
Markvörður: Joe Hart
Hægri bakvörður: Kyle Walker
Miðverðir: Gary Cahill og Chris Smalling
Vinstri bakvörður: Danny Rose
Varnarsinnaður miðjumaður: Eric Dier
Miðjumenn: Dele Alli og Wayne Rooney
Hægri kantmaður: Daniel Sturridge
Framherji: Harry Kane
Vinstri kantmaður: Adam Lallana
Sex breytingar hjá Hogdson | Sterling og Sturridge byrja
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




