Alan Shearer: Tap fyrir Íslandi yrði mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 12:00 vísir/getty/vilhelm Ef England tapar fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld verður það mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins. Þetta segir Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, í pistli sínum í The Sun. Shearer að sigur sé það eina sem komi til greina hjá enska liðinu og það þurfi að vinna leikinn sannfærandi „Ekkert vesen, ekkert rugl, engar afsakanir og alls ekki neinar vítaspyrnur,“ segir Shearer sem skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum á árunum 1992-2000. „Ég er ekki bara að tala um í þessum leik heldur í næsta leik líka. Þrátt fyrir það hafi verið vonbrigði að vinna ekki riðilinn er Ísland mótherji sem England vildi fá. Við verðum einfaldlega að vinna þennan leik og það sannfærandi til að byggja upp sjálfstraust sem hefur sárlega vantað.“Sjá einnig: EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gerði sex breytingar á enska liðinu fyrir leikinn gegn Slóvakíu sem endaði með markalausu jafntefli. Fyrir vikið missti England af toppsætinu í B-riðli.Roy Hodgson er undir mikilli pressu.vísir/gettyHodgson fékk nokkuð harkalega gagnrýni fyrir breytingarnar og ekki bætti úr skák þegar Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, lét hafa eftir sér að England þyrfti að komast í 8-liða úrslit til að Hodgson fengi nýjan samning. Shearer er ekki ánægður með þessi ummæli formannsins. „Hann var gagnrýndur fyrir breytingarnar en ummælin hjá Dyke voru það síðasta sem hann þurfti á að halda. Það var rangt af honum að segja þetta og tímasetningin var mjög slæm. „Það er nógu mikil pressa á enska liðinu fyrir. Þeir hafa örugglega heyrt af þessu og Hodgson kann Dyke eflaust litlar þakkir fyrir,“ sagði Shearer sem starfar nú sem álitsgjafi hjá BBC.Sjá einnig: Lið framtíðarinnar í vandræðum Shearer segir að pressan á ensku landsliðsmönnunum sé gríðarleg og hún komi í veg fyrir að þeir sýni sitt rétta andlit í landsliðsbúningnum. „Pressan nær til leikmannanna og hún leggst þyngra á suma leikmenn en aðra. Þeir eru oft bara skugginn af sjálfum sér með landsliðinu,“ sagði gamla Newcastle-hetjan. „Leikmenn ættu að njóta þess að spila með landsliðinu því það er eitthvað sem okkur dreymdi alla um sem krakkar. Vandamálið er að ósigur í kvöld yrði mesta niðurlæging í sögu landsliðsins. Það er óhugsandi,“ bætti Shearer við en hann vill sjá Harry Kane og Daniel Sturridge byrja saman í framlínu enska liðsins í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið? Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland. 27. júní 2016 14:00 Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00 Eggert: Við vinnum England í vító Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM. 27. júní 2016 10:30 Hver Íslendingur eytt tæplega hálfri milljón í að elta landsliðið á EM Hvert mark íslenska landsliðsins á Evrópumótinu kostað 153.000 krónur. 27. júní 2016 10:00 Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07 Nóg fyrir strákana að hitta á markið í kvöld? | Hart var með Leo í gær Markvörðurinn lélegastur á æfingu enska liðsins og þurfti að bera ábyrgð á ljóninu. 27. júní 2016 09:30 Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Ráðleggingar til Íslendinga í Nice á leikdag Engin bílastæði eru í nágrenni við leikvanginn. 27. júní 2016 07:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Ef England tapar fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld verður það mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins. Þetta segir Alan Shearer, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, í pistli sínum í The Sun. Shearer að sigur sé það eina sem komi til greina hjá enska liðinu og það þurfi að vinna leikinn sannfærandi „Ekkert vesen, ekkert rugl, engar afsakanir og alls ekki neinar vítaspyrnur,“ segir Shearer sem skoraði 30 mörk í 63 landsleikjum á árunum 1992-2000. „Ég er ekki bara að tala um í þessum leik heldur í næsta leik líka. Þrátt fyrir það hafi verið vonbrigði að vinna ekki riðilinn er Ísland mótherji sem England vildi fá. Við verðum einfaldlega að vinna þennan leik og það sannfærandi til að byggja upp sjálfstraust sem hefur sárlega vantað.“Sjá einnig: EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gerði sex breytingar á enska liðinu fyrir leikinn gegn Slóvakíu sem endaði með markalausu jafntefli. Fyrir vikið missti England af toppsætinu í B-riðli.Roy Hodgson er undir mikilli pressu.vísir/gettyHodgson fékk nokkuð harkalega gagnrýni fyrir breytingarnar og ekki bætti úr skák þegar Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, lét hafa eftir sér að England þyrfti að komast í 8-liða úrslit til að Hodgson fengi nýjan samning. Shearer er ekki ánægður með þessi ummæli formannsins. „Hann var gagnrýndur fyrir breytingarnar en ummælin hjá Dyke voru það síðasta sem hann þurfti á að halda. Það var rangt af honum að segja þetta og tímasetningin var mjög slæm. „Það er nógu mikil pressa á enska liðinu fyrir. Þeir hafa örugglega heyrt af þessu og Hodgson kann Dyke eflaust litlar þakkir fyrir,“ sagði Shearer sem starfar nú sem álitsgjafi hjá BBC.Sjá einnig: Lið framtíðarinnar í vandræðum Shearer segir að pressan á ensku landsliðsmönnunum sé gríðarleg og hún komi í veg fyrir að þeir sýni sitt rétta andlit í landsliðsbúningnum. „Pressan nær til leikmannanna og hún leggst þyngra á suma leikmenn en aðra. Þeir eru oft bara skugginn af sjálfum sér með landsliðinu,“ sagði gamla Newcastle-hetjan. „Leikmenn ættu að njóta þess að spila með landsliðinu því það er eitthvað sem okkur dreymdi alla um sem krakkar. Vandamálið er að ósigur í kvöld yrði mesta niðurlæging í sögu landsliðsins. Það er óhugsandi,“ bætti Shearer við en hann vill sjá Harry Kane og Daniel Sturridge byrja saman í framlínu enska liðsins í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið? Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland. 27. júní 2016 14:00 Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00 Eggert: Við vinnum England í vító Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM. 27. júní 2016 10:30 Hver Íslendingur eytt tæplega hálfri milljón í að elta landsliðið á EM Hvert mark íslenska landsliðsins á Evrópumótinu kostað 153.000 krónur. 27. júní 2016 10:00 Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07 Nóg fyrir strákana að hitta á markið í kvöld? | Hart var með Leo í gær Markvörðurinn lélegastur á æfingu enska liðsins og þurfti að bera ábyrgð á ljóninu. 27. júní 2016 09:30 Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30 Ráðleggingar til Íslendinga í Nice á leikdag Engin bílastæði eru í nágrenni við leikvanginn. 27. júní 2016 07:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið? Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland. 27. júní 2016 14:00
Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00
Lars: Ég vil vera hérna í eina til tvær vikur til viðbótar Eins og gegn Austurríki gæti leikurinn í kvöld verið sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið. 27. júní 2016 11:00
Eggert: Við vinnum England í vító Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM. 27. júní 2016 10:30
Hver Íslendingur eytt tæplega hálfri milljón í að elta landsliðið á EM Hvert mark íslenska landsliðsins á Evrópumótinu kostað 153.000 krónur. 27. júní 2016 10:00
Leikur Íslands og Englands stærri fjölmiðlaviðburður en Spánn - Ítalía Það verða um 3.000 Íslendingar á leiknum í Nice í kvöld þar sem strákarnir okkar mæta enska landsliðinu. 27. júní 2016 10:07
Nóg fyrir strákana að hitta á markið í kvöld? | Hart var með Leo í gær Markvörðurinn lélegastur á æfingu enska liðsins og þurfti að bera ábyrgð á ljóninu. 27. júní 2016 09:30
Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium. 27. júní 2016 13:30
Ráðleggingar til Íslendinga í Nice á leikdag Engin bílastæði eru í nágrenni við leikvanginn. 27. júní 2016 07:00
EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00