Argentína tapaði og Messi hætti í landsliðinu | Sjáðu rauðu spjöldin og vítakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 08:41 Lionel Messi var óhuggandi eftir leik. Vísir/Getty Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira