EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 08:00 Aron Einar Gunnarsson á æfingu í Nice í gær. Vísir/Vilhelm Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. En þetta skokk var öðruvísi. Þetta skokk var undirbúningur fyrir leik gegn Englandi á stórmóti. Englandi! Uppáhaldsliði nánast allra Íslendinga á stórmótum. Eftir alla þessa bið að mæta Englandi í mótsleik gerist það loksins í kvöld og það í 16 liða úrslitum á stórmóti. Það var afskaplega sérstakt að vera viðstaddur blaðamannafund enska landsliðsins í gær. Að sitja tveimur metrum frá Wayne Rooney og heyra hann mæra Gylfa Þór Sigurðsson og tala um íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik gegn því á stórmóti var augljóslega mikil upplifun. Enska landsliðið er með svakalegt batterí í kringum allt fjölmiðladæmi, en á meðan KSÍ er með einn Ómar Smárason fylgir hver Ómar Smárasonurinn á fætur öðrum enska liðinu og öll eru þau klædd í blá jakkaföt. Konurnar reyndar í bláar dragtir. Passað er vel upp á það sem þessir ensku drengir segja og þegar þeir mæta í hið svokallaða Mixed Zone eftir leiki þar sem öllum með passa er frjálst að reyna viðtöl, tala aðeins 4-5 leikmenn við fjölmiðlana. Þeir stoppa í svona 7-10 mínútur hjá ensku elítunni, gaurunum sem nördið ég les alla daga og hef haft gaman af að sjá að störfum hér. Svo stoppa þeir í svona fjórar mínútur í mesta lagi hjá blaðamönnum mótherjans. Oftast eru það bara 2-3 spurningar. Við komum hingað til Nice með rútu sem lagði af stað frá höfuðstöðvum í Annecy klukkan fimm í gærnótt. Ég ætlaði að vera ótrúlega sniðugur og fara að sofa klukkan tvö; ná aðeins tveimur tímum og ganga í svefni út í rútu og halda áfram þar. Það gekk svo sem alveg ágætlega en var verri hugmynd þegar ég komst að því að ég átti að vera í netþættinum EM í dag sem við tökum upp á hverjum degi. Ég var svo tjónaður að ég sá mér ekki annan leik á borði en vera með sólgleraugu og hettu. Ég hef sjaldan verið jafnþreyttur á ævinni. Þetta hefur tekið á en verið mjög skemmtilegt. Í aðdraganda EM var alltaf talað um að allt væri svo óraunverulegt. Ísland á stórmóti og að spila við Portúgal og spila á 62.000 manna völlum fyrir framan heimsbyggðina. Verandi hérna úti varð maður samdauna þessu og fór bara fljótlega að átta sig á að íslenska landsliðið á fyllilega heima hérna. En það er óraunverulegt að vera að undirbúa sig fyrir leik Íslands og Englands á stórmóti. Ég er búinn að fylgjast með Englendingum spila eins og hetjur en gera upp á bak á hverju stórmótinu á fætur öðru og svekkja mig þegar uppáhaldsmennirnir mínir úr ensku úrvalsdeildinni þurfa enn og aftur að fara heim með skottið á milli lappanna. Og því spyr ég: Af hverju fara Englendingar ekki heim núna líka? Getur Ísland ekki unnið England? Af hverju ekki? Jú, jú, enska liðið er með betri leikmenn í stærri liðum og meiri breidd. En það sama má segja um Hollendinga og þeir skoruðu ekki eitt mark gegn Íslandi á 180 mínútum í undankeppninni. Ef strákarnir fara heim í kvöld geta þeir gengið stoltir frá borði en ég held það sé alveg ástæða til þess að minnsta kosti að skoða gistimöguleika í París um næstu helgi. Ég held bara áfram að segja það sem ég er búinn að margendurtaka hérna úti: Þangað til strákarnir bregðast mér skulda ég þeim traust. Og traust mitt fá þeir. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Besta úr báðum heimum Uppskriftin er til staðar hjá íslenska landsliðinu. 26. júní 2016 10:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. 22. júní 2016 08:00 EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis. 24. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. En þetta skokk var öðruvísi. Þetta skokk var undirbúningur fyrir leik gegn Englandi á stórmóti. Englandi! Uppáhaldsliði nánast allra Íslendinga á stórmótum. Eftir alla þessa bið að mæta Englandi í mótsleik gerist það loksins í kvöld og það í 16 liða úrslitum á stórmóti. Það var afskaplega sérstakt að vera viðstaddur blaðamannafund enska landsliðsins í gær. Að sitja tveimur metrum frá Wayne Rooney og heyra hann mæra Gylfa Þór Sigurðsson og tala um íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik gegn því á stórmóti var augljóslega mikil upplifun. Enska landsliðið er með svakalegt batterí í kringum allt fjölmiðladæmi, en á meðan KSÍ er með einn Ómar Smárason fylgir hver Ómar Smárasonurinn á fætur öðrum enska liðinu og öll eru þau klædd í blá jakkaföt. Konurnar reyndar í bláar dragtir. Passað er vel upp á það sem þessir ensku drengir segja og þegar þeir mæta í hið svokallaða Mixed Zone eftir leiki þar sem öllum með passa er frjálst að reyna viðtöl, tala aðeins 4-5 leikmenn við fjölmiðlana. Þeir stoppa í svona 7-10 mínútur hjá ensku elítunni, gaurunum sem nördið ég les alla daga og hef haft gaman af að sjá að störfum hér. Svo stoppa þeir í svona fjórar mínútur í mesta lagi hjá blaðamönnum mótherjans. Oftast eru það bara 2-3 spurningar. Við komum hingað til Nice með rútu sem lagði af stað frá höfuðstöðvum í Annecy klukkan fimm í gærnótt. Ég ætlaði að vera ótrúlega sniðugur og fara að sofa klukkan tvö; ná aðeins tveimur tímum og ganga í svefni út í rútu og halda áfram þar. Það gekk svo sem alveg ágætlega en var verri hugmynd þegar ég komst að því að ég átti að vera í netþættinum EM í dag sem við tökum upp á hverjum degi. Ég var svo tjónaður að ég sá mér ekki annan leik á borði en vera með sólgleraugu og hettu. Ég hef sjaldan verið jafnþreyttur á ævinni. Þetta hefur tekið á en verið mjög skemmtilegt. Í aðdraganda EM var alltaf talað um að allt væri svo óraunverulegt. Ísland á stórmóti og að spila við Portúgal og spila á 62.000 manna völlum fyrir framan heimsbyggðina. Verandi hérna úti varð maður samdauna þessu og fór bara fljótlega að átta sig á að íslenska landsliðið á fyllilega heima hérna. En það er óraunverulegt að vera að undirbúa sig fyrir leik Íslands og Englands á stórmóti. Ég er búinn að fylgjast með Englendingum spila eins og hetjur en gera upp á bak á hverju stórmótinu á fætur öðru og svekkja mig þegar uppáhaldsmennirnir mínir úr ensku úrvalsdeildinni þurfa enn og aftur að fara heim með skottið á milli lappanna. Og því spyr ég: Af hverju fara Englendingar ekki heim núna líka? Getur Ísland ekki unnið England? Af hverju ekki? Jú, jú, enska liðið er með betri leikmenn í stærri liðum og meiri breidd. En það sama má segja um Hollendinga og þeir skoruðu ekki eitt mark gegn Íslandi á 180 mínútum í undankeppninni. Ef strákarnir fara heim í kvöld geta þeir gengið stoltir frá borði en ég held það sé alveg ástæða til þess að minnsta kosti að skoða gistimöguleika í París um næstu helgi. Ég held bara áfram að segja það sem ég er búinn að margendurtaka hérna úti: Þangað til strákarnir bregðast mér skulda ég þeim traust. Og traust mitt fá þeir.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Besta úr báðum heimum Uppskriftin er til staðar hjá íslenska landsliðinu. 26. júní 2016 10:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. 22. júní 2016 08:00 EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis. 24. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
EM dagbók: Besta úr báðum heimum Uppskriftin er til staðar hjá íslenska landsliðinu. 26. júní 2016 10:00
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. 22. júní 2016 08:00
EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis. 24. júní 2016 08:00
EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00
EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti