Einsleit bylting Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2016 11:30 Hinn hljóðláti Ethan Brady þarf að bjarga Philadelphia úr klóm tækniþróaðs innrásarhers. Árið er 2029 og tæknilega framúrskarandi Norður-Kórea hefur hertekið Bandaríkin. Íbúar eru beittir miklu harðræði og innrársarherinn arðrænir Bandaríkin hægt og rólega. Þeir sem mótmæla eru teknir af lífi. Íbúar Philadelphia eru þó orðnir þreyttir á þessu ástandi og ætla þau sér að berjast af fullum krafti. Skotleikir sem þessir, þar sem spilarar eru settir í hlutverk fólks sem berst gegn ofurefli eru orðnir frekar algengir og í grunninn er Homefront: The Revolution fínasti skotleikur. Leikurinn reynir að fanga stemninguna úr byltingarmyndinni Red Dawn en best tekst framleiðendum Homefront til með sköpun söguheimsins.Leiknum er skipt niður í tvenns konar opin svæði. Annars vegar svæði þar sem bardagar geysa og hins vegar byggð svæði þar sem draga þarf íbúana inn í baráttuna um Philadelphi. Andrúmsloft byggðra svæða er mjög vel heppnað. Íbúar Philadelphia, sem ekki starfa með innrásarhernum búa nánast í flóttamannabúðum. Spilunin HTR er nokkuð skemmtileg í fyrstu en hún verður einsleit og sagan er varla til staðar. Söguhetjan Ethan Brady segir ekki eitt einasta orð og virðist hann sífellt vera að fá sama verkefnið frá æðstu toppum uppreisnarinnar. Þau fela í sér að Brady þarf að fara þangað og drepa þennan og hinn og jafnvel stundum sprengja þetta og hitt. Undirritaður hafði gaman af vopnakerfi leiksins þar sem hægt er að breyta byssum og byggja þær upp eftir áherslum spilara. Þá er hægt að safna hlutum í umhverfi leiksins til þess að byggja fjarstýrðar sprengjur og önnur vopn sem hægt er að beita gegn Kóreumönnum. Tæknilegir gallar eru á leiknum en þeir eru ekki margir sem ekki er búið að laga. Þrátt fyrir skemmtilegt andrúmsloft og öðruvísi spilun en margir aðrir leikir bjóða upp á mistekst framleiðendum Homefront að ná leiknum á þær hæðir sem til stóð. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Árið er 2029 og tæknilega framúrskarandi Norður-Kórea hefur hertekið Bandaríkin. Íbúar eru beittir miklu harðræði og innrársarherinn arðrænir Bandaríkin hægt og rólega. Þeir sem mótmæla eru teknir af lífi. Íbúar Philadelphia eru þó orðnir þreyttir á þessu ástandi og ætla þau sér að berjast af fullum krafti. Skotleikir sem þessir, þar sem spilarar eru settir í hlutverk fólks sem berst gegn ofurefli eru orðnir frekar algengir og í grunninn er Homefront: The Revolution fínasti skotleikur. Leikurinn reynir að fanga stemninguna úr byltingarmyndinni Red Dawn en best tekst framleiðendum Homefront til með sköpun söguheimsins.Leiknum er skipt niður í tvenns konar opin svæði. Annars vegar svæði þar sem bardagar geysa og hins vegar byggð svæði þar sem draga þarf íbúana inn í baráttuna um Philadelphi. Andrúmsloft byggðra svæða er mjög vel heppnað. Íbúar Philadelphia, sem ekki starfa með innrásarhernum búa nánast í flóttamannabúðum. Spilunin HTR er nokkuð skemmtileg í fyrstu en hún verður einsleit og sagan er varla til staðar. Söguhetjan Ethan Brady segir ekki eitt einasta orð og virðist hann sífellt vera að fá sama verkefnið frá æðstu toppum uppreisnarinnar. Þau fela í sér að Brady þarf að fara þangað og drepa þennan og hinn og jafnvel stundum sprengja þetta og hitt. Undirritaður hafði gaman af vopnakerfi leiksins þar sem hægt er að breyta byssum og byggja þær upp eftir áherslum spilara. Þá er hægt að safna hlutum í umhverfi leiksins til þess að byggja fjarstýrðar sprengjur og önnur vopn sem hægt er að beita gegn Kóreumönnum. Tæknilegir gallar eru á leiknum en þeir eru ekki margir sem ekki er búið að laga. Þrátt fyrir skemmtilegt andrúmsloft og öðruvísi spilun en margir aðrir leikir bjóða upp á mistekst framleiðendum Homefront að ná leiknum á þær hæðir sem til stóð.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira