Arnar Bill Gunnarsson, Helgi Kolviðsson og Roland Andersson verða allir viðstaddir viðureign Frakklands og Írlands í sextán liða úrslitum EM í dag en leikurinn fer fram í Lyon klukkan 15 að staðartíma, klukkan 13 að íslenskum tíma.
Hinir þrír fyrrnefndu eru hluti af njósnateymi landsliðsins en þeirra hlutverk á EM hefur verið að fylgjast með andstæðingum Íslands og leikgreina þá. Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins er sömuleiðis hluti af því teymi, en hann var viðstaddur viðureign Króata og Portúgala í Lens í gærkvöldi. Ísland er sem kunnugt er með Króatíu í riðli í undankeppni HM 2018.
Sigurvegarinn í viðureign Frakklands og Írlands mæta sigurvegaranum í viðureign Íslands og Englands á Stade de France í París 3. júlí sunnudaginn 3. júlí. Bæði Íslendingar og Frakkar eiga góðar minningar frá leikvanginum þar sem Ísland lagði Austurríki á miðvikudaginn.
Frakkar gjörþekka auðvitað leikvanginn sem var byggður fyrir HM 1998 en þar tryggði landsliðið sér heimsmeistaratitilinn sama ár.
Þrír útsendarar landsliðsins fylgjast með leik Frakka og Íra
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti



Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1



Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn