Sjáðu greiningu Pepsi-markanna á leikmannamálum KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 18:15 KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
KR tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn komu í heimsókn á fimmtudagskvöldið. Staða KR er ekki glæsileg en eftir níu leiki er liðið aðeins með níu stig í 9. sæti deildarinnar. Og í dag var Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, látinn taka pokann sinn. Í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi var farið ítarlega yfir málefni KR enda af nógu að taka.Sjá einnig: Kristinn: Vonumst til að vera búnir að ráða þjálfara á mánudaginn Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson voru gestir Harðar Magnússonar og þeir gagnrýndu stefnu KR í leikmannamálum en fjölmargir leikmenn hafa komið og farið úr Vesturbænum á undanförnum mánuðum. „Þetta er alltof mikil leikmannavelta og það eru alltof margir góðir leikmenn sem eru farnir á skömmum tíma,“ sagði Kristján sem velti því fyrir sér hvort þeim leikmönnum sem spiluðu með Bjarna hjá KR á sínum tíma hafi þótt óþægilegt að hafa hann sem þjálfara.mynd/skjáskotLogi tók í sama streng með leikmannaveltuna hjá KR og benti á að litlar breytingar á milli ára væru oft lykilinn að árangri, eins og var hjá KR árin á undan. „Það var alltaf sami kjarninn í liðinu. Það er nauðsynlegt að gera 1-3 breytingar á hverju ári en þegar þetta er svona segir sagan okkur að það er andskotanum erfiðara að búa til lið sem nær einhverjum árangri,“ sagði Logi sem setur einnig spurningarmerki við dönsku leiðina sem var farin hjá KR en fimm danskir leikmenn leika með liðinu. „Svo má velta þessari dönsku innrás í Vesturbæinn fyrir sér. Hefur hún heppnast? Að mínu mati nei,“ sagði Logi og bætti því við að leikmaður eins og Michael Præst hentaði leikstíl KR ekki.Sjá einnig: Uppbótartíminn: Bless Bjarni | Myndbönd Hörður og félagar ræddu einnig um hver bæri ábyrgð á leikmannakaupunum hjá KR. „Mér finnst að það eigi að vera einhver stefna og aðferðarfræði hjá hverju félagi. Það þarf því að líta krítískt á það hverjir koma og fara,“ sagði Logi sem þjálfaði KR á árunum 2007-10. „Þarna finnst mér stjórnin líka bera ábyrgð. Hvaða ábyrgð ætla þeir sem hafa völdin í þessu máli að taka?“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44 Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Orðið heitt undir Bjarna: Svona er tölfræði Bjarna Guðjóns sem þjálfara í Pepsi-deild karla KR situr í 8. sæti deildarinnar og öll fjögur liðin fyrir neðan eiga einn eða tvo leiki til góða á Vesturbæjarliðið. 24. júní 2016 22:44
Framherjar KR: Meira en þúsund mínútur án marks í sumar KR-ingar duttu niður í 9. sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld en Vesturbæjarliðið hefur aðeins náð í 9 stig í fyrstu 9 leikjum sínum í sumar. 24. júní 2016 23:36