Hannes Þór varði alls 19 af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig í riðlakeppninni eða meira en sex skot að meðaltali í leik og 86 prósent skota sem á hann komu.
Hannes varði þrjú fleiri skot en næsti maður á lista sem varð norður-írski markvörðurinn Michael McGovern.
Frammistaða Hannesar hefur fengið mikið lof í íslenskum fjölmiðlum en það eru ekki bara Íslendingar sem hafa hrifist af íslenska landsliðsmarkverðinum. Hann hefur fengið mikið hrós á erlendum miðlum líka.
Hannes vakti athygli á því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi verið áttundi besti leikmaður riðlakeppni EM hjá fótbolta-youtbube síðunni Copa90 en hún er með meira en milljón áskrifendur.
Það má sjá hvað Hannes setti inn á Twitter hér fyrir neðan sem og myndbandið með tíu bestu leikmönnum riðlakeppninnar á EM 2016.
Honored to be in this great company! #euro2016 https://t.co/BmHtN47NQU via @youtube pic.twitter.com/ZTajr9R1FJ
— Hannes Þór Halldórss (@hanneshalldors) June 24, 2016