Rafmagnsflutningabílar í Svíþjóð Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2016 09:47 Vöruflutningabíll í Svíþjóð sem gengur fyrir rafmagni. Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent
Í Svíþjóð fara nú fram prufanir á flutningabílum sem drifnir eru áfram með rafmagni og hlaðnir á ferð. Þeir fá ekki rafhleðslu sína frá undirlaginu, heldur úr rafmagnsvírum fyrir ofan vegina sem þeir aka, líkt og léttlestir í borgum. Prufubrautin er ekki ýkja löng, eða aðeins um 2,5 kílómetrar og er nálægt Sandvik. Það eru Scania og Gävleborg sveitarfélagið sem standa að þessum prufunum. Vöruflutningabílarnir fá 750 volt spennu úr vírunum fyrir ofan veginn sem hleður stórar rafhlöður þeirra. Önnur tilraun með rafmagnsflutningabíla fer einnig fram nálægt Arlanda flugvelli í nágrenni Stokkhólms. Þar hafa sem stendur flutningabílarnir sína eigin akrein en munu aka á almennum akreinum á næsta ári og þessi tilraun verður í gangi til ársins 2018. Tilraunirnar nú eru liður í að gera vöruflutninga lausa við mengun í Svíþjóð frá og með árinu 2030.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent