Breska pressan spurði Theodór Elmar Bjarnason hvort hann ætlaði að skiptast á treyjum við Wayne Rooney, leikmann Manchester United, eftir leikinn í Nice á mánudaginn. Blaðamaður hafði unnið heimavinnuna sína og komist að því að Emmi væri stuðningsmaður United.
„Ég var það þegar ég ólst upp,“ sagði Emmi og var spurður hvort hann ætlaði sér að skiptast á treyjum við Rooney.
„Ef Rooney spyr mig þá get ég alveg skipst á treyjum við hann,“ sagði Emmi og uppskar hlátur. Emmi minntist á gæði Rooney og enska liðsins, okkar menn þyrftu að hafa fyrir því ef sigur ætti að nást gegn Englendingum.
Ef Rooney spyr mig þá get ég alveg skipst á treyjum við hann

Tengdar fréttir

KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn
Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice.

Hvorki Arnór né Elmar nýttu kosningaréttinn
"Þegar Toggi dró sig út var ég ekki með neinn kandídat í huga,“ segir Theodór Elmar Bjarnason.

EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns
Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis.