Á eftir að gera upp Landsdómsmálið Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:00 UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem er sett á laggirnar á 21. öldinni. Það er okkar að takast á við það sem er ólokið verkefni 21. aldarinnar, að stuðla að jafnrétti kynjanna. Við sinnum því með ýmsum hætti. Allar stofnanir SÞ eiga að gera það og það er okkar að samræma það verkefni og sjá til þess. Stóru peningarnir fara í gegnum hinar stofnanirnar. Við erum lítil stofnun með litla peninga. Við verðum að vera svipan og líka gulrótin fyrir aðra til þess að vinna að þessu. Það sem við leggjum aðaláherslu á er að vinna með stjórnvöldum og í samstarfi við kvennahreyfinguna. Að auka hlut kvenna í stjórnmálum og ákvarðanatöku í samfélaginu. Auka hlut kvenna á vinnumarkaðnum, stuðla að efnahagslegu sjálfstæði kvenna og sporna gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, um verkefni UN Women. Ingibjörg starfaði fyrir UN Women í Afganistan áður en hún tók við stöðu umdæmisstjóra í Tyrklandi. Hún setti á laggirnar svæðisskrifstofu samtakanna í Istanbúl. Undir hana heyra 13 starfsstöðvar í jafn mörgum löndum sem hún hefur eftirlit með og mótar stefnu þeirra. Fjáröflun er stór hluti starfsins. „Það er auðvitað þrautin þyngri vegna þess að það hefur dregið talsvert úr fjárframlögum alþjóðasambandsins til þróunarmála. Meðal annars vegna þess að flóttamannavandinn er farinn að leggjast þyngra á mörg ríki Norður-Evrópu og þau eru farin að nota meira af framlögum sínum til þróunaraðstoðar í verkefni heima fyrir.“Ísland gefur ekki nóg Alþjóðlegt viðmið er að þjóðir gefi 0,7 prósent af landsframleiðslu til þróunarmála. Það hafa hins vegar ekki öll lönd staðið við. „Við Íslendingar höfum ekki náð þessu. Danir voru komnir upp í eitt prósent og Svíarnir held ég líka en það hefur dregið úr þessu vegna þess að þeir eru að nota hluta þessara fjármuna í móttöku flóttamanna í sínu landi sem orkar tvímælis. Þeir geta gert það samkvæmt reglunum í tvö ár – en ekki lengur. Þetta hefur hitt okkur illa fyrir. Það hefur verið barningur að tryggja fjármuni í verkefni og það fer talsvert mikið af mínum tíma í það. Það er m.a. þess vegna sem við höfum leitað til landsnefndanna í Evrópu, eins og þeirrar íslensku, sem núna er að keyra í gang annað átaksverkefni til að safna peningum fyrir okkur.“Fjölskyldur á flótta Íslenska landsnefndin stendur fyrir verkefninu Fer fjölskyldan á flótta í sumar? Hægt er að leggja átakinu lið með að senda textaskilaboðin „konur“ í númerið 1900. „Við erum að safna í þetta starf okkar með flóttakonum, í Tyrklandi og á Balkanskaganum. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur vegna þess að eins og stendur höfum við ekki önnur fjárframlög en frá þessum landsnefndum til þessa tiltekna verkefnis.“ Í Tyrklandi eru 2,7 milljónir flóttamanna. Rúmlega helmingur eru konur og stúlkubörn. Flóttamennirnir reyna koma sér frá Tyrklandi, yfir Eyjahafið og til Evrópu. Á undanförnum misserum hefur konum og börnum fjölgað í hópi flóttafólks. UN Women vinnur að því að beina neyðaraðstoðinni að konum. „Við getum lagt heilmikið af mörkum, sérstaklega í því að vekja athygli á því að aðstæður flóttakvenna og þarfir þeirra eru aðrar en karlmanna sem eru á flótta. Það verður að taka á þeirra málum með öðrum hætti en málefnum karla á flótta.“ Hún segir það vera algengt að flóttakonur verði fyrir ofbeldi. „Þessu verða þeir sem eru að taka á móti þeim að gera sér grein fyrir, reyna að greina og veita þeim þá aðstoð sem þær þurfa á að halda. Bæði sálfræðilega og lagalega. Annað sem ég get nefnt. Tólf prósent þessara kvenna sem eru á flótta eru barnshafandi og þær eru að fæða börn við aðstæður sem eru hræðilegar.“ Ingibjörg segir íslensku landsnefndina hafa náð eftirtektarverðum árangri á heimsvísu. Hún segir þetta skýra það sem hún hefur haldið fram lengi. „Mér finnst þetta mjög ánægjulegt og merkilegt. Ég hef sagt það lengi að þegar kemur að jafnréttismálum og valdeflingu kvenna þá er Ísland ekki smáríki. Við eigum að gera út á það. Við eigum heilmikla sögu sem er geysilega gaman að hafa í farteskinu þegar maður er að vinna alþjóðlega að jafnréttismálum.“Fjórir áratugir um kvenréttindi Ingibjörg er sjálf ein þeirra sem hafa skrifað kvenréttindasöguna hér á landi. „Ég er búin að vera að vasast í þessu með einhverjum hætti í nærri 40 ár. Um tvítugt byrjaði ég að taka þátt í þessari baráttu í kringum kvennafrídaginn. Það kveikti í mér eins og svo mörgum öðrum. Síðan kemur kjör Vigdísar Finnbogadóttur, svo var ég í Rauðsokkahreyfingunni á þessum tíma og þátttakandi í því að stofna Kvennaframboðið. Svo í gegnum borgina, það varð gríðarlega mikil stefnubreyting í borginni 1994 sem leiddi til þess að það varð bylting hér í leikskólamálum. Bylting í að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum og verulegar framfarir í launamálum kvenna hjá borginni. Svo í utanríkisráðuneytinu. Þar held ég að hafi skipt verulegu máli að leggja grunninn að því að jafnréttismálin ættu að vera á meðal þeirra mála sem við ættum að leggja megináherslu á í okkar utanríkisstefnu. Fiskurinn, jarðhitinn og jafnréttið. Þar eigum við að vera. Þar erum við stór og höfum miklu að miðla.“Tvær erfiðar aðgerðir Ingibjörg Sólrún hvarf eftirminnilega úr heimi stjórnmálanna árið 2009 eftir að hún veiktist haustið 2008. „Þetta var afskaplega dramatískt. Það gerðist eiginlega á nákvæmlega sama tíma og íslenska fjármálakerfið hrundi, þá hrundi ég í orðsins fyllstu merkingu. Ég greindist með heilaæxli og fór í kjölfarið í tvær erfiðar skurðaðgerðir. Sú síðari reyndi sérstaklega mikið á mig. Það var þá sem ég ákvað að hætta. Við aðrar aðstæður hefði ég hugsanlega haldið áfram en þarna var ekkert um það að ræða. Ég dró mig þess vegna út úr pólitíkinni til þess að hlúa að sjálfri mér og sé ekki eftir því. Árið 2009 gerði ég ekkert annað en að sinna sjálfri mér og náði mér ágætlega.“ Hún segir það ekki hafa verið erfitt að segja skilið við heim stjórnmálanna. „Í rauninni fannst mér það ekki erfitt, mér hefur aldrei fundist erfitt að segja skilið við eitthvað sem ég hef verið að gera og snúa mér að öðru. Lífið heldur áfram. Fyrst vissi ég ekkert hvað ég ætlaði að fara að gera og var eiginlega atvinnulaus þar til ég fór að vinna fyrir UN Women í lok árs 2011. Það sem var erfitt var kannski að þurfa að hugsa líf mitt svolítið upp á nýtt.“ Hún hefur ekki hugsað sér að snúa aftur í stjórnmálin. „Nei, þau hafa ekki freistað mín,“ segir hún.Dapurt að horfa á flokkinn Staða hennar gamla flokks, Samfylkingarinnar, hefur ekki verið upp á marga fiska. Fylgið mælist í sögulegu lágmarki og innanflokksdeilur eru áberandi.Hvernig er að horfa á flokkinn í dag? „Mér finnst mjög dapurt hvernig hann er rúinn fylgi. Hann á svo miklu meira inni, ég er sannfærð um að miklu stærri hluti þjóðarinnar telur sig vera jafnaðarfólk þannig að jafnaðarstefnan ætti að höfða til stærri hóps. Ég held að jafnaðarflokkur á Íslandi ætti að gera verið í kringum þrjátíu prósent. Þess vegna er þetta dapurlegt.“Af hverju er þetta svona? „Það eru margar og flóknar skýringar. Ég ætla ekki að fara út í að greina það hér á örskotsstundu. Ég held að það megi mikið læra af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Ef maður horfir á hvað þeir eru að standa sig vel þá er það vegna þess að þeir eru fyrst og síðast öflug liðsheild. Menn átta sig á að það er ekki nóg að vera með góða einstaklinga úti á vellinum, þó að það skipti auðvitað máli, því ef þeir ná ekki að spila saman og vera liðsheild þá ná þeir engum árangri. Þá nennir enginn að styðja þá. Þetta vantar í Samfylkinguna.“Treystir ekki Oddnýju Oddný Harðardóttir var á dögunum kjörin formaður Samfylkingarinnar. Oddný sat í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að höfða skyldi mál á hendur Geir H. Haarde, Árna Mathiesen, Björgvin G. Sigurðssyni og Ingibjörgu Sólrúnu. Eftir meðferð þingsins var Geir sá eini sem var ákærður en fjórir þingmenn Samfylkingarinnar kusu með því að Ingibjörg yrði ákærð. Oddný þeirra á meðal.Hvernig horfir þetta mál við þér núna, fimm árum síðar? „Þetta var gríðarlega erfitt, með því erfiðara sem ég hef gengið í gegnum. Þetta voru samherjar mínir sem vildu ákæra mig og það var mér tilfinningalega mjög erfitt. En þetta er bara eins og annað sem maður lendir í, „life is a bitch,“ eins og maður segir,“ segir hún og brosir. „Það þýðir ekkert að velta sér endalaust upp úr því. Ég dreg minn lærdóm af þessu og þetta hefur kennt mér mjög mikið. Það er alltaf þannig með allar kreppur. Þetta er ekki spurning í hverju maður lendir heldur hvernig maður vinnur úr því. Ég hef verið að takast á við þetta, en mér fannst þetta sárt.“Berðu engan kala til þessa fólks? „Hvað á ég að segja? Ég treysti ekki því fólki sem fór fyrir í þessu máli í Samfylkingunni, og ég treysti ekki því fólki sem greiddi ákærunni atkvæði sitt, mér fannst það bregðast. Ég hef aldrei haldið því fram að ég hafi ekki borið pólitíska ábyrgð í þeirri ríkisstjórn sem ég sat. En að ætla að ákæra okkur og sérstaklega þegar haft er í huga að niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis var sú að ég hefði ekki brugðist skyldum mínum sem utanríkisráðherra að ætla samt að sækja mig að lögum fyrir Landsdómi, það fannst mér vont. Einhvern tíma fer ég í gegnum þessa sögu alla, til að skýra hana betur fyrir sjálfri mér og öðrum. Ég þarf að gefa mér tíma til að greina þetta betur og skýra betur málin frá minni hlið. Ég hef aldrei gert það og ein af ástæðunum fyrir því eru kannski þessi veikindi mín. Þau urðu þess valdandi að ég gat það bara ekki, hafði ekki þá burði sem ég þurfti. Svo ákvað ég bara að halda áfram með lífið og skulda kannski mér sjálfri og öðrum að greina og skýra þetta betur en ég gat það bara ekki á þessum tíma.“Ertu samfylkingarkona? „Já, ég er skráð í Samfylkinguna og á góða vini þar. Þar er mjög margt fólk sem mér þykir afskaplega vænt um þannig að formlega séð er ég þar.“Treystir þú forystunni? „Það segir sig sjálft, ég get ekki stutt Oddnýju. Hún er sjálfsagt vænsta kona en ég get ekki stutt hana því mér fannst hún bregðast. Mér fannst hún sýna dómgreindarbrest í Landsdómsmálinu sem nefndarmaður. Ég veit ekki hvernig það gerðist að hún gerði þetta, hvernig hún komst að þessari niðurstöðu, ég hef aldrei getað skilið það.“Ingibjörg Sólrún GísladóttirEmbætti forseta of stórt Forsetakosningar fara fram á morgun. „Það þarf einhver góður að gefa kost á sér á Bessastaði og maður er í þeirri lúxusstöðu núna að geta valið milli þriggja frambærilegra frambjóðenda,“ segir hún.Ertu þá að taka Davíð út úr menginu? „Ég held það komi engum á óvart að ég taki Davíð út úr menginu miðað við forsöguna. En það yrði sómi að þeim öllum þremur á Bessastöðum,“ segir hún og vísar í þrjá efstu frambjóðendurna „Ég held þau myndu öll rækja þetta hlutverk vel, hvert með sínum hætti. Það sem mér finnst vandinn er sá að starfslýsingin liggur ekki fyrir. Ég fór í svo mikið ráðningarferli fyrsta árið hjá UN Women í Istanbúl. Þegar maður ræður fólk til starfa og skoðar starfsferilskrána þá skiptir máli að vita hvernig starf maður er að ráða í. Það finnst mér vanta varðandi forseta Íslands. Starfslýsinguna vantar og allt veltur á því hvernig mismunandi einstaklingar hugsa sér að sinna þessu embætti. Það er vandinn. Það hefði verið gott að klára ákveðnar stjórnarskrárbreytingar sem hefðu skýrt hlutverk embættisins fyrst við erum með það á annað borð. Hins vegar er ég ekki sannfærð um að við eigum að vera með forsetaembætti. Þetta embætti verður einhvern veginn of stórt fyrir svona litla þjóð. Við erum að leita að einhverjum sem getur verið sameiningartákn allra og það er ekki auðvelt að finna slíkan einstakling og að auki verður hann of fyrirferðarmikill. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt leið. Ef við horfum í kringum okkur, á lönd þar sem forseti fer ekki með framkvæmdarvald, þá er ekki lögð þessi mikla áhersla á þann einstakling sem gegnir embættinu. Það er miklu meiri rótering í því heldur en hefur verið hjá okkur. Mér finnst alveg spurning hvort forseti Alþingis gæti ekki gegnt þessu hlutverki, að vera fulltrúi þjóðarinnar út á við þegar á því þarf að halda.“Hörð barátta við Davíð Nú er einn forsetaframbjóðenda Davíð Oddsson, og hann var gjarn á að stilla þér upp sem pólitískum andstæðingi. Af hverju var hann svona upptekinn af þér?„Ég held það hafi byrjað í borginni. Ég kom inn sem nýr borgarfulltrúi 1982 fyrir kvennaframboð og það var þá sem hann varð borgarstjóri. Við vorum samferða inn í þetta tímabil. Ég kem inn og vildi gera mig og kvennaframboðið gildandi og allt sem við stóðum fyrir. Við tókumst harkalega á. Sjónarmið okkar voru ólík til margra mála. Þetta byrjar kannski þá. Síðan er það nú svo skrítið að þegar ég fer inn á þing 1991, það er einmitt þá sem hann verður forsætisráðherra, svo það fylgdist að, þar voru líka heilmikil átök. Ég held þó að það hafi skipt einna mestu máli að þegar ég varð borgarstjóri árið 1994, þó hann væri ekki þar þá, leit hann svo á að hann og Sjálfstæðisflokkurinn ættu borgina og við hefðum eiginlega stolið borginni frá þeim. Þeir töldu sig hafa löggilt eignarhald sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði haft meira og minna í 60 ár. Þetta var eitthvað sem hann og svo sem ýmsir aðrir sjálfstæðismenn áttu erfitt með að sætta sig við og jafnvel, innan gæsalappa, fyrirgefa. Þó þetta væri auðvitað vilji borgarbúa.“ „Svo ákveð ég að fara úr borginni og leggja Samfylkingu lið í þingkosningum 2003. Leggja mín lóð á vogarskálar Samfylkingarinnar sem var ekki að mælast nógu vel í könnunum. Þau lóð voru ansi þung á þeim tíma. Ég hafði verið borgarstjóri í níu ár og við förum fram sem tvíeyki, Össur sem formaður og ég sem forsætisráðherraefni. Þetta var mjög hörð pólitísk barátta og það er þá sem Davíð, Styrmir Gunnarsson og fleiri forystumenn úr Sjálfstæðisflokknum ákveða, sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna, að útmála mig sem Baugsmanneskju,“ segir hún og vitnar til frægrar Borgarnesræðu. „Það er ákveðið að taka orð úr þeirri ræðu og keyra á mig eins og einhverja sérstaka talskonu Baugs. Ég man að þetta kom mér gjörsamlega í opna skjöldu, því ég hafði hreinlega ekki ímyndunaraflið til þess að lesa það inn í þessa ræðu mína. Ekkert frekar en Guðni Th. hafði ímyndunarafl til að lesa það inn í fyrirlesturinn sem hann flutti um landhelgismál að hann hefði verið að niðurlægja þjóðina. Þar var alveg sami spuni á ferðinni. Það var blásið til þessarar orrustu til þess að reyna að ná Samfylkingunni niður í fylgi, því hún fór mjög hátt fyrir kosningarnar 2003 í könnunum. Þá er ákveðið að fara í þessa vegferð gegn mér og Samfylkingunni. Engu að síður náðum við yfir þrjátíu prósenta fylgi í kosningunum 2003 og náðum að koma Davíð úr því að vera fyrsti þingmaður Reykvíkinga í að vera annar þingmaður. Þetta er það sem í stuttu máli skýrir þetta að einhverju leyti.“Sótt úr undarlegum áttumEr ekki ákveðin viðurkenning í því að Davíð hafi á manni mikinn áhuga, sérstaklega á þessum árum?„Jú, jú,“ svarar hún hlæjandi. „Það var allt í lagi en það var ekki alltaf auðvelt því þeir sóttu að manni úr svo undarlegum áttum. Sérstaklega með þessi Baugsmál. Það varð allt í einu haft fyrir satt að í Borgarnesræðunni hefði ég gengið fram fyrir skjöldu fyrir hönd Baugs. Allir sem lesa Borgarnesræðuna, sem fólk gerði nú ekkert, sjá hvílík firra þetta er. En þeir tóku þessa ákvörðun því hjá þeim helgar tilgangurinn meðalið.“ Ingibjörg er með ráðningarsamning hjá UN Women til áramóta. Hún segir óljóst hvað taki við eftir það. „Það er sérkennilegt að segja það en ég verð 62 ára þann 31. desember og það er sá aldur hjá SÞ sem fólk á að láta af störfum. Þetta er auðvitað enginn aldur og algjörlega fráleitt!“ segir hún og hlær.Langar þig að fara að slaka á? „Nei, ég á mikið eftir af starfsorku og vonandi talsvert eftir af góðum hugmyndum. Ég finn mér eitthvað til dundurs. Engin hætta á öðru.“ Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Landsdómur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem er sett á laggirnar á 21. öldinni. Það er okkar að takast á við það sem er ólokið verkefni 21. aldarinnar, að stuðla að jafnrétti kynjanna. Við sinnum því með ýmsum hætti. Allar stofnanir SÞ eiga að gera það og það er okkar að samræma það verkefni og sjá til þess. Stóru peningarnir fara í gegnum hinar stofnanirnar. Við erum lítil stofnun með litla peninga. Við verðum að vera svipan og líka gulrótin fyrir aðra til þess að vinna að þessu. Það sem við leggjum aðaláherslu á er að vinna með stjórnvöldum og í samstarfi við kvennahreyfinguna. Að auka hlut kvenna í stjórnmálum og ákvarðanatöku í samfélaginu. Auka hlut kvenna á vinnumarkaðnum, stuðla að efnahagslegu sjálfstæði kvenna og sporna gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, um verkefni UN Women. Ingibjörg starfaði fyrir UN Women í Afganistan áður en hún tók við stöðu umdæmisstjóra í Tyrklandi. Hún setti á laggirnar svæðisskrifstofu samtakanna í Istanbúl. Undir hana heyra 13 starfsstöðvar í jafn mörgum löndum sem hún hefur eftirlit með og mótar stefnu þeirra. Fjáröflun er stór hluti starfsins. „Það er auðvitað þrautin þyngri vegna þess að það hefur dregið talsvert úr fjárframlögum alþjóðasambandsins til þróunarmála. Meðal annars vegna þess að flóttamannavandinn er farinn að leggjast þyngra á mörg ríki Norður-Evrópu og þau eru farin að nota meira af framlögum sínum til þróunaraðstoðar í verkefni heima fyrir.“Ísland gefur ekki nóg Alþjóðlegt viðmið er að þjóðir gefi 0,7 prósent af landsframleiðslu til þróunarmála. Það hafa hins vegar ekki öll lönd staðið við. „Við Íslendingar höfum ekki náð þessu. Danir voru komnir upp í eitt prósent og Svíarnir held ég líka en það hefur dregið úr þessu vegna þess að þeir eru að nota hluta þessara fjármuna í móttöku flóttamanna í sínu landi sem orkar tvímælis. Þeir geta gert það samkvæmt reglunum í tvö ár – en ekki lengur. Þetta hefur hitt okkur illa fyrir. Það hefur verið barningur að tryggja fjármuni í verkefni og það fer talsvert mikið af mínum tíma í það. Það er m.a. þess vegna sem við höfum leitað til landsnefndanna í Evrópu, eins og þeirrar íslensku, sem núna er að keyra í gang annað átaksverkefni til að safna peningum fyrir okkur.“Fjölskyldur á flótta Íslenska landsnefndin stendur fyrir verkefninu Fer fjölskyldan á flótta í sumar? Hægt er að leggja átakinu lið með að senda textaskilaboðin „konur“ í númerið 1900. „Við erum að safna í þetta starf okkar með flóttakonum, í Tyrklandi og á Balkanskaganum. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur vegna þess að eins og stendur höfum við ekki önnur fjárframlög en frá þessum landsnefndum til þessa tiltekna verkefnis.“ Í Tyrklandi eru 2,7 milljónir flóttamanna. Rúmlega helmingur eru konur og stúlkubörn. Flóttamennirnir reyna koma sér frá Tyrklandi, yfir Eyjahafið og til Evrópu. Á undanförnum misserum hefur konum og börnum fjölgað í hópi flóttafólks. UN Women vinnur að því að beina neyðaraðstoðinni að konum. „Við getum lagt heilmikið af mörkum, sérstaklega í því að vekja athygli á því að aðstæður flóttakvenna og þarfir þeirra eru aðrar en karlmanna sem eru á flótta. Það verður að taka á þeirra málum með öðrum hætti en málefnum karla á flótta.“ Hún segir það vera algengt að flóttakonur verði fyrir ofbeldi. „Þessu verða þeir sem eru að taka á móti þeim að gera sér grein fyrir, reyna að greina og veita þeim þá aðstoð sem þær þurfa á að halda. Bæði sálfræðilega og lagalega. Annað sem ég get nefnt. Tólf prósent þessara kvenna sem eru á flótta eru barnshafandi og þær eru að fæða börn við aðstæður sem eru hræðilegar.“ Ingibjörg segir íslensku landsnefndina hafa náð eftirtektarverðum árangri á heimsvísu. Hún segir þetta skýra það sem hún hefur haldið fram lengi. „Mér finnst þetta mjög ánægjulegt og merkilegt. Ég hef sagt það lengi að þegar kemur að jafnréttismálum og valdeflingu kvenna þá er Ísland ekki smáríki. Við eigum að gera út á það. Við eigum heilmikla sögu sem er geysilega gaman að hafa í farteskinu þegar maður er að vinna alþjóðlega að jafnréttismálum.“Fjórir áratugir um kvenréttindi Ingibjörg er sjálf ein þeirra sem hafa skrifað kvenréttindasöguna hér á landi. „Ég er búin að vera að vasast í þessu með einhverjum hætti í nærri 40 ár. Um tvítugt byrjaði ég að taka þátt í þessari baráttu í kringum kvennafrídaginn. Það kveikti í mér eins og svo mörgum öðrum. Síðan kemur kjör Vigdísar Finnbogadóttur, svo var ég í Rauðsokkahreyfingunni á þessum tíma og þátttakandi í því að stofna Kvennaframboðið. Svo í gegnum borgina, það varð gríðarlega mikil stefnubreyting í borginni 1994 sem leiddi til þess að það varð bylting hér í leikskólamálum. Bylting í að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum og verulegar framfarir í launamálum kvenna hjá borginni. Svo í utanríkisráðuneytinu. Þar held ég að hafi skipt verulegu máli að leggja grunninn að því að jafnréttismálin ættu að vera á meðal þeirra mála sem við ættum að leggja megináherslu á í okkar utanríkisstefnu. Fiskurinn, jarðhitinn og jafnréttið. Þar eigum við að vera. Þar erum við stór og höfum miklu að miðla.“Tvær erfiðar aðgerðir Ingibjörg Sólrún hvarf eftirminnilega úr heimi stjórnmálanna árið 2009 eftir að hún veiktist haustið 2008. „Þetta var afskaplega dramatískt. Það gerðist eiginlega á nákvæmlega sama tíma og íslenska fjármálakerfið hrundi, þá hrundi ég í orðsins fyllstu merkingu. Ég greindist með heilaæxli og fór í kjölfarið í tvær erfiðar skurðaðgerðir. Sú síðari reyndi sérstaklega mikið á mig. Það var þá sem ég ákvað að hætta. Við aðrar aðstæður hefði ég hugsanlega haldið áfram en þarna var ekkert um það að ræða. Ég dró mig þess vegna út úr pólitíkinni til þess að hlúa að sjálfri mér og sé ekki eftir því. Árið 2009 gerði ég ekkert annað en að sinna sjálfri mér og náði mér ágætlega.“ Hún segir það ekki hafa verið erfitt að segja skilið við heim stjórnmálanna. „Í rauninni fannst mér það ekki erfitt, mér hefur aldrei fundist erfitt að segja skilið við eitthvað sem ég hef verið að gera og snúa mér að öðru. Lífið heldur áfram. Fyrst vissi ég ekkert hvað ég ætlaði að fara að gera og var eiginlega atvinnulaus þar til ég fór að vinna fyrir UN Women í lok árs 2011. Það sem var erfitt var kannski að þurfa að hugsa líf mitt svolítið upp á nýtt.“ Hún hefur ekki hugsað sér að snúa aftur í stjórnmálin. „Nei, þau hafa ekki freistað mín,“ segir hún.Dapurt að horfa á flokkinn Staða hennar gamla flokks, Samfylkingarinnar, hefur ekki verið upp á marga fiska. Fylgið mælist í sögulegu lágmarki og innanflokksdeilur eru áberandi.Hvernig er að horfa á flokkinn í dag? „Mér finnst mjög dapurt hvernig hann er rúinn fylgi. Hann á svo miklu meira inni, ég er sannfærð um að miklu stærri hluti þjóðarinnar telur sig vera jafnaðarfólk þannig að jafnaðarstefnan ætti að höfða til stærri hóps. Ég held að jafnaðarflokkur á Íslandi ætti að gera verið í kringum þrjátíu prósent. Þess vegna er þetta dapurlegt.“Af hverju er þetta svona? „Það eru margar og flóknar skýringar. Ég ætla ekki að fara út í að greina það hér á örskotsstundu. Ég held að það megi mikið læra af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Ef maður horfir á hvað þeir eru að standa sig vel þá er það vegna þess að þeir eru fyrst og síðast öflug liðsheild. Menn átta sig á að það er ekki nóg að vera með góða einstaklinga úti á vellinum, þó að það skipti auðvitað máli, því ef þeir ná ekki að spila saman og vera liðsheild þá ná þeir engum árangri. Þá nennir enginn að styðja þá. Þetta vantar í Samfylkinguna.“Treystir ekki Oddnýju Oddný Harðardóttir var á dögunum kjörin formaður Samfylkingarinnar. Oddný sat í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis að höfða skyldi mál á hendur Geir H. Haarde, Árna Mathiesen, Björgvin G. Sigurðssyni og Ingibjörgu Sólrúnu. Eftir meðferð þingsins var Geir sá eini sem var ákærður en fjórir þingmenn Samfylkingarinnar kusu með því að Ingibjörg yrði ákærð. Oddný þeirra á meðal.Hvernig horfir þetta mál við þér núna, fimm árum síðar? „Þetta var gríðarlega erfitt, með því erfiðara sem ég hef gengið í gegnum. Þetta voru samherjar mínir sem vildu ákæra mig og það var mér tilfinningalega mjög erfitt. En þetta er bara eins og annað sem maður lendir í, „life is a bitch,“ eins og maður segir,“ segir hún og brosir. „Það þýðir ekkert að velta sér endalaust upp úr því. Ég dreg minn lærdóm af þessu og þetta hefur kennt mér mjög mikið. Það er alltaf þannig með allar kreppur. Þetta er ekki spurning í hverju maður lendir heldur hvernig maður vinnur úr því. Ég hef verið að takast á við þetta, en mér fannst þetta sárt.“Berðu engan kala til þessa fólks? „Hvað á ég að segja? Ég treysti ekki því fólki sem fór fyrir í þessu máli í Samfylkingunni, og ég treysti ekki því fólki sem greiddi ákærunni atkvæði sitt, mér fannst það bregðast. Ég hef aldrei haldið því fram að ég hafi ekki borið pólitíska ábyrgð í þeirri ríkisstjórn sem ég sat. En að ætla að ákæra okkur og sérstaklega þegar haft er í huga að niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis var sú að ég hefði ekki brugðist skyldum mínum sem utanríkisráðherra að ætla samt að sækja mig að lögum fyrir Landsdómi, það fannst mér vont. Einhvern tíma fer ég í gegnum þessa sögu alla, til að skýra hana betur fyrir sjálfri mér og öðrum. Ég þarf að gefa mér tíma til að greina þetta betur og skýra betur málin frá minni hlið. Ég hef aldrei gert það og ein af ástæðunum fyrir því eru kannski þessi veikindi mín. Þau urðu þess valdandi að ég gat það bara ekki, hafði ekki þá burði sem ég þurfti. Svo ákvað ég bara að halda áfram með lífið og skulda kannski mér sjálfri og öðrum að greina og skýra þetta betur en ég gat það bara ekki á þessum tíma.“Ertu samfylkingarkona? „Já, ég er skráð í Samfylkinguna og á góða vini þar. Þar er mjög margt fólk sem mér þykir afskaplega vænt um þannig að formlega séð er ég þar.“Treystir þú forystunni? „Það segir sig sjálft, ég get ekki stutt Oddnýju. Hún er sjálfsagt vænsta kona en ég get ekki stutt hana því mér fannst hún bregðast. Mér fannst hún sýna dómgreindarbrest í Landsdómsmálinu sem nefndarmaður. Ég veit ekki hvernig það gerðist að hún gerði þetta, hvernig hún komst að þessari niðurstöðu, ég hef aldrei getað skilið það.“Ingibjörg Sólrún GísladóttirEmbætti forseta of stórt Forsetakosningar fara fram á morgun. „Það þarf einhver góður að gefa kost á sér á Bessastaði og maður er í þeirri lúxusstöðu núna að geta valið milli þriggja frambærilegra frambjóðenda,“ segir hún.Ertu þá að taka Davíð út úr menginu? „Ég held það komi engum á óvart að ég taki Davíð út úr menginu miðað við forsöguna. En það yrði sómi að þeim öllum þremur á Bessastöðum,“ segir hún og vísar í þrjá efstu frambjóðendurna „Ég held þau myndu öll rækja þetta hlutverk vel, hvert með sínum hætti. Það sem mér finnst vandinn er sá að starfslýsingin liggur ekki fyrir. Ég fór í svo mikið ráðningarferli fyrsta árið hjá UN Women í Istanbúl. Þegar maður ræður fólk til starfa og skoðar starfsferilskrána þá skiptir máli að vita hvernig starf maður er að ráða í. Það finnst mér vanta varðandi forseta Íslands. Starfslýsinguna vantar og allt veltur á því hvernig mismunandi einstaklingar hugsa sér að sinna þessu embætti. Það er vandinn. Það hefði verið gott að klára ákveðnar stjórnarskrárbreytingar sem hefðu skýrt hlutverk embættisins fyrst við erum með það á annað borð. Hins vegar er ég ekki sannfærð um að við eigum að vera með forsetaembætti. Þetta embætti verður einhvern veginn of stórt fyrir svona litla þjóð. Við erum að leita að einhverjum sem getur verið sameiningartákn allra og það er ekki auðvelt að finna slíkan einstakling og að auki verður hann of fyrirferðarmikill. Ég er ekki viss um að þetta sé rétt leið. Ef við horfum í kringum okkur, á lönd þar sem forseti fer ekki með framkvæmdarvald, þá er ekki lögð þessi mikla áhersla á þann einstakling sem gegnir embættinu. Það er miklu meiri rótering í því heldur en hefur verið hjá okkur. Mér finnst alveg spurning hvort forseti Alþingis gæti ekki gegnt þessu hlutverki, að vera fulltrúi þjóðarinnar út á við þegar á því þarf að halda.“Hörð barátta við Davíð Nú er einn forsetaframbjóðenda Davíð Oddsson, og hann var gjarn á að stilla þér upp sem pólitískum andstæðingi. Af hverju var hann svona upptekinn af þér?„Ég held það hafi byrjað í borginni. Ég kom inn sem nýr borgarfulltrúi 1982 fyrir kvennaframboð og það var þá sem hann varð borgarstjóri. Við vorum samferða inn í þetta tímabil. Ég kem inn og vildi gera mig og kvennaframboðið gildandi og allt sem við stóðum fyrir. Við tókumst harkalega á. Sjónarmið okkar voru ólík til margra mála. Þetta byrjar kannski þá. Síðan er það nú svo skrítið að þegar ég fer inn á þing 1991, það er einmitt þá sem hann verður forsætisráðherra, svo það fylgdist að, þar voru líka heilmikil átök. Ég held þó að það hafi skipt einna mestu máli að þegar ég varð borgarstjóri árið 1994, þó hann væri ekki þar þá, leit hann svo á að hann og Sjálfstæðisflokkurinn ættu borgina og við hefðum eiginlega stolið borginni frá þeim. Þeir töldu sig hafa löggilt eignarhald sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði haft meira og minna í 60 ár. Þetta var eitthvað sem hann og svo sem ýmsir aðrir sjálfstæðismenn áttu erfitt með að sætta sig við og jafnvel, innan gæsalappa, fyrirgefa. Þó þetta væri auðvitað vilji borgarbúa.“ „Svo ákveð ég að fara úr borginni og leggja Samfylkingu lið í þingkosningum 2003. Leggja mín lóð á vogarskálar Samfylkingarinnar sem var ekki að mælast nógu vel í könnunum. Þau lóð voru ansi þung á þeim tíma. Ég hafði verið borgarstjóri í níu ár og við förum fram sem tvíeyki, Össur sem formaður og ég sem forsætisráðherraefni. Þetta var mjög hörð pólitísk barátta og það er þá sem Davíð, Styrmir Gunnarsson og fleiri forystumenn úr Sjálfstæðisflokknum ákveða, sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna, að útmála mig sem Baugsmanneskju,“ segir hún og vitnar til frægrar Borgarnesræðu. „Það er ákveðið að taka orð úr þeirri ræðu og keyra á mig eins og einhverja sérstaka talskonu Baugs. Ég man að þetta kom mér gjörsamlega í opna skjöldu, því ég hafði hreinlega ekki ímyndunaraflið til þess að lesa það inn í þessa ræðu mína. Ekkert frekar en Guðni Th. hafði ímyndunarafl til að lesa það inn í fyrirlesturinn sem hann flutti um landhelgismál að hann hefði verið að niðurlægja þjóðina. Þar var alveg sami spuni á ferðinni. Það var blásið til þessarar orrustu til þess að reyna að ná Samfylkingunni niður í fylgi, því hún fór mjög hátt fyrir kosningarnar 2003 í könnunum. Þá er ákveðið að fara í þessa vegferð gegn mér og Samfylkingunni. Engu að síður náðum við yfir þrjátíu prósenta fylgi í kosningunum 2003 og náðum að koma Davíð úr því að vera fyrsti þingmaður Reykvíkinga í að vera annar þingmaður. Þetta er það sem í stuttu máli skýrir þetta að einhverju leyti.“Sótt úr undarlegum áttumEr ekki ákveðin viðurkenning í því að Davíð hafi á manni mikinn áhuga, sérstaklega á þessum árum?„Jú, jú,“ svarar hún hlæjandi. „Það var allt í lagi en það var ekki alltaf auðvelt því þeir sóttu að manni úr svo undarlegum áttum. Sérstaklega með þessi Baugsmál. Það varð allt í einu haft fyrir satt að í Borgarnesræðunni hefði ég gengið fram fyrir skjöldu fyrir hönd Baugs. Allir sem lesa Borgarnesræðuna, sem fólk gerði nú ekkert, sjá hvílík firra þetta er. En þeir tóku þessa ákvörðun því hjá þeim helgar tilgangurinn meðalið.“ Ingibjörg er með ráðningarsamning hjá UN Women til áramóta. Hún segir óljóst hvað taki við eftir það. „Það er sérkennilegt að segja það en ég verð 62 ára þann 31. desember og það er sá aldur hjá SÞ sem fólk á að láta af störfum. Þetta er auðvitað enginn aldur og algjörlega fráleitt!“ segir hún og hlær.Langar þig að fara að slaka á? „Nei, ég á mikið eftir af starfsorku og vonandi talsvert eftir af góðum hugmyndum. Ég finn mér eitthvað til dundurs. Engin hætta á öðru.“
Birtist í Fréttablaðinu Föstudagsviðtalið Landsdómur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira