Men in Blazers karlinn mætti með Íslandshúfu í þáttinn sinn og er ástfanginn af Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 17:36 Mynd/Samsett Men in Blazers karlarnir, Roger Bennett og Michael Davies, fóru yfir sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi í nýjasta þætti sínum á VICE Sports en útsláttarkeppni EM 2016 hefst um næstu helgi. Eins og allir vita þá eru strákarnir okkar meðal þeirra þjóða sem komust í sextán liða úrslitin og mæta Englandi í lokaleik sextán liða úrslitanna á mánudaginn. Roger Bennett heimsótti Íslands á dögunum og setti saman skemmtilegt innslag sem má sjá hér: Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Þar fjallar hann á mjög jákvæðan hátt um íslenska fótboltaævintýrið og ræðir við fullt af mönnum tengdum íslenskri knattspyrnu allt frá formanni KSÍ til stuðningsmanna íslenska liðsins. Nú var Roger Bennett mættur í myndverið með Michael Davies og hann var að sjálfsögðu búinn að setja upp íslenska stuðningsmannahúfu. Fyrir utan það þá skálaði hann í íslensku brennivíni. „Leikurinn sem ég bíð spenntastur eftir er á milli landsins þar sem ég fæddist og landsins sem er orðinn gjörsamlega ástfanginn af "Íslandi"," sagði Roger Bennett og notaði ekki „Iceland" heldur „Ísland". Þessi Íslandsferð hafi greinilega mikil áhrif á Roger Bennett og ekki hefur það spillt fyrir að íslenska liðið hefur síðan slegið í gegn í Evrópukeppninni, hefur enn ekki tapað leik og er komið alla leið í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti. Roger Bennett hrósar íslensku strákunum fyrir frammistöðuna í Frakklandi og talar að sjálfsögðu einnig um hversu lítil við erum og úr hversu fáum atvinnumönnum við höfum úr að velja til að búa til liðið okkar. Það er hægt að sjá þennan stórskemmtilega þátt Men in Blazers hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Men in Blazers karlarnir, Roger Bennett og Michael Davies, fóru yfir sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi í nýjasta þætti sínum á VICE Sports en útsláttarkeppni EM 2016 hefst um næstu helgi. Eins og allir vita þá eru strákarnir okkar meðal þeirra þjóða sem komust í sextán liða úrslitin og mæta Englandi í lokaleik sextán liða úrslitanna á mánudaginn. Roger Bennett heimsótti Íslands á dögunum og setti saman skemmtilegt innslag sem má sjá hér: Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Þar fjallar hann á mjög jákvæðan hátt um íslenska fótboltaævintýrið og ræðir við fullt af mönnum tengdum íslenskri knattspyrnu allt frá formanni KSÍ til stuðningsmanna íslenska liðsins. Nú var Roger Bennett mættur í myndverið með Michael Davies og hann var að sjálfsögðu búinn að setja upp íslenska stuðningsmannahúfu. Fyrir utan það þá skálaði hann í íslensku brennivíni. „Leikurinn sem ég bíð spenntastur eftir er á milli landsins þar sem ég fæddist og landsins sem er orðinn gjörsamlega ástfanginn af "Íslandi"," sagði Roger Bennett og notaði ekki „Iceland" heldur „Ísland". Þessi Íslandsferð hafi greinilega mikil áhrif á Roger Bennett og ekki hefur það spillt fyrir að íslenska liðið hefur síðan slegið í gegn í Evrópukeppninni, hefur enn ekki tapað leik og er komið alla leið í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti. Roger Bennett hrósar íslensku strákunum fyrir frammistöðuna í Frakklandi og talar að sjálfsögðu einnig um hversu lítil við erum og úr hversu fáum atvinnumönnum við höfum úr að velja til að búa til liðið okkar. Það er hægt að sjá þennan stórskemmtilega þátt Men in Blazers hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00 Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23
Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Sjáðu allt viðtalið við breska sjónvarpsmanninn Roger Bennett sem er heillaður af íslenska fótboltaævintýrinu. 27. maí 2016 10:00
Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34