Þvílíkt kvöld til að vera Íslendingur. Tíu þúsund slíkur fengu að upplifa ógleymanlega stund á Stade de France í París í kvöld þar sem karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum EM í fótbolta með 2-1 sigri á Austurríki.
Spennan var óbærileg í leiknum þar sem okkar menn komust yfir, Austurríkismenn jöfnuðu og sóttu svo stíft í leit að markinu sem þá vantaði. Það var hins vegar Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason sem gerði það sem hann gerir svo til alltaf með landsliðinu, skoraði í blálokin og tryggði sigurinn.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fangaði stemninguna í París í kvöld eins og sjá má að ofan.
Sjá myndirnar: Óbærileg spenna með tilheyrandi spennufalli í París
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




