Lars: Finnur hvergi betur samstilltan leikmannahóp | Eigum möguleika gegn Englandi 22. júní 2016 18:41 Sænski þjálfarinn var gríðarlega stoltur af baráttusemi strákanna í hitanum í París. Vísir/EPA „Þetta var hreint út sagt ótrúlegt, strákarnir hættu ekki að berjast í dag og að gefa sig alla í þetta. Það voru allir með fulla einbeitingu og ég held að þú finnir hvergi annan leikmannahóp sem er jafn vel samstilltur,“ sagði Lars Lagerback, annar þjálfari íslenska landsliðsins, stoltur í samtali við Pétur Marteinsson í París í Sjónvarpi Símans stuttu eftir leik. „Ég get ekki sakast við strákanna fyrir að detta aðeins aftur eftir að við komumst yfir. Aðstæðurnar voru gríðarlega erfiðar í dag, ég er gegnumvotur af hita,“ sagði Lars stoltur um vinnuframlag strákanna sem vörðust af krafti eftir að hafa komist yfir snemma leiks.Sjá einnig:Stórkostlegur sigur strákanna í París Lars hrósaði varamönnunum í dag en Theodór Elmar Bjarnason lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason. Þá var Sverrir Ingi Ingason öflugur í vítateig íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins. „Þær gengu vel í dag, Arnór og Elmar komu inn með ferska fætur og þeir gátu aðstoðað okkur við að halda boltanum,“ sagði Lars sem var með á hreinu hver mótherjinn yrði. „Við munum njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld og við fáum auka dag í hvíld fyrir leikinn gegn Englandi. Við fáum auka dag til endurhæfingar og til að leikgreina Englendinga,“ sagði Lars sem vildi ekkert útiloka aðspurður út í möguleika Íslands í þeim leik. „Það er alltaf möguleiki, sama hver mótherjinn er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik og sjá hverjir verða klárir í slaginn.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
„Þetta var hreint út sagt ótrúlegt, strákarnir hættu ekki að berjast í dag og að gefa sig alla í þetta. Það voru allir með fulla einbeitingu og ég held að þú finnir hvergi annan leikmannahóp sem er jafn vel samstilltur,“ sagði Lars Lagerback, annar þjálfari íslenska landsliðsins, stoltur í samtali við Pétur Marteinsson í París í Sjónvarpi Símans stuttu eftir leik. „Ég get ekki sakast við strákanna fyrir að detta aðeins aftur eftir að við komumst yfir. Aðstæðurnar voru gríðarlega erfiðar í dag, ég er gegnumvotur af hita,“ sagði Lars stoltur um vinnuframlag strákanna sem vörðust af krafti eftir að hafa komist yfir snemma leiks.Sjá einnig:Stórkostlegur sigur strákanna í París Lars hrósaði varamönnunum í dag en Theodór Elmar Bjarnason lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason. Þá var Sverrir Ingi Ingason öflugur í vítateig íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins. „Þær gengu vel í dag, Arnór og Elmar komu inn með ferska fætur og þeir gátu aðstoðað okkur við að halda boltanum,“ sagði Lars sem var með á hreinu hver mótherjinn yrði. „Við munum njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld og við fáum auka dag í hvíld fyrir leikinn gegn Englandi. Við fáum auka dag til endurhæfingar og til að leikgreina Englendinga,“ sagði Lars sem vildi ekkert útiloka aðspurður út í möguleika Íslands í þeim leik. „Það er alltaf möguleiki, sama hver mótherjinn er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik og sjá hverjir verða klárir í slaginn.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45