Koller: Engin slæm lið á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 20:45 Marcel Koller og strákarnir hans eru úr leik. vísir/epa Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Man United telur sér hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira
Marcel Koller, þjálfari Austurríkis, sagði á blaðamannafundi eftir leik að taugar leikmanna Austurríkis hafi verið ofþandar fyrir leikinn í kvöld og að þeir hefði ekki ráðið við tilefnið. „Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik. Gerðum of mörg mistök, eins og í fyrri tveimur leikjunum okkar.“ „Þetta batnaði í síðari hálfleik. Þá byrjuðum við að spila eins og í undankeppninni. En það er ekki nóg að spila vel í einum hálfleik,“ sagði hann. „En við náðum okkur í dýrmæta reynslu á þessu móti. Þetta hafa verið mjög spennuþrungnir leikir og þessi reynsla sýnir okkur að við þurfum að vera í algjöru toppformi til að ná árangri á móti sem þessu.“ Hann segir að liðið hafi skapað sér nokkur færi í leikjunum en það sé erfitt að vinna leiki þegar sendingar ganga heilt yfir jafn illa og þær hafa gert á mótinu til þessa hjá Austurríki. „En við urðum að taka áhættur í kvöld. Ef maður tekur ekki áhættur þá nær maður aldrei neinum árangri.“ „Kannski að væntingarnar hafa verið of háar,“ sagði hann enn fremur en margir reiknuðu með að Austurríki myndi ganga vel á mótinu hér í Frakklandi. Koller vildi fá vítaspyrnu á Ara Frey Skúlason í síðari hálfleik og hann kvartaði einnig undan því að Hannes Þór Halldórsson hékk of lengi á boltanum. „Hann fékk ekki gult spjald fyrr en undir lok leiksins. Það fannst mér einkennilegt. En það er ekki það sem réði úrslitum í kvöld.“ Koller sagði að frammistaða leikmanna í fyrri hálfleik hafi ekki verið leikkerfi Austurríkis að kenna, heldur taugum. „Þeir voru mjög spenntir og réðu ekki við það. En þeir læra af þessu. Þeir lærðu að það eru engin slæm lið á þessu móti og það þarf að halda einbeitingu allan tímann.“ Það vakti furðu austurrískra blaðamanna að Aleksandar Dragovic hafi tekið vítaspyrnuna sem hafnaði í stönginni, en ekki David Alaba. „Ég útnefni 2-3 vítaskyttur í liðinu og sá leikmaður sem treystir sér til að taka vítið gerir það. Drago tók vítið og þetta fór bara svona. Það þýðir ekkert að kenna honum um það.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Man United telur sér hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Sjá meira