Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Sæunn Gísladóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 22. júní 2016 11:00 David Cameron forsætisráðherra fer víða þessa dagana til að skýra stöðuna. Nordicphotos/AFP Fjárfestirinn og milljarðamæringurinn George Soros sagði í gær að ef af brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, yrði gæti breska pundið lækkað um að minnsta kosti fimmtán prósent og mögulega meira en tuttugu prósent. Flest áhrifafólk á Bretlandi lætur nú í sér heyra vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit sem fer fram á morgun. Til að mynda sagði Steve Hilton, fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði sagt forsætisráðherranum árið 2012 að engin leið væri að standa við kosningaloforð sem Cameron gaf fyrir þingkosningarnar í fyrra um að innflytjendum yrði fækkað niður fyrir hundrað þúsund á ári. Þetta sagði Hilton í viðtali við BBC í gær. Cameron gaf einnig sams konar loforð fyrir kosningarnar árið 2010. Hilton sagði einu leiðina til þess að ná þessu markmiði vera aðskilnað Bretlands frá Evrópusambandinu, Brexit. „Ráðgjafar sögðu okkur að svo lengi sem við værum í Evrópusambandinu gætum við ekki stýrt innflutningi. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að við förum úr sambandinu,“ sagði Hilton sem berst nú fyrir Brexit með samtökunum Vote Leave. Auk hruns á gengi pundsins búa fjárfestar sig einnig undir það að hlutabréfaverð geti lækkað um tíu prósent á hlutabréfamarkaðnum í Lundúnum. Gengi hlutabréfa og pundsins hefur hvort tveggja lækkað í aðdraganda kosninganna, sér í lagi eftir að skoðanakannanir hafa sýnt aukið fylgi við útgöngu úr sambandinu. Þá birtu aðstoðarskólastjórar 96 háskóla á Bretlandi opið bréf til Breta þar sem þjóðin var hvött til að kjósa með áframhaldandi veru innan sambandsins. „Okkar trú er sú að aðskilnaður frá Evrópu skapi erfitt andrúmsloft fyrir fjárfestingu í menntun og rannsóknum,“ segir í bréfinu. Brexit Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjárfestirinn og milljarðamæringurinn George Soros sagði í gær að ef af brotthvarfi Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, yrði gæti breska pundið lækkað um að minnsta kosti fimmtán prósent og mögulega meira en tuttugu prósent. Flest áhrifafólk á Bretlandi lætur nú í sér heyra vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit sem fer fram á morgun. Til að mynda sagði Steve Hilton, fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði sagt forsætisráðherranum árið 2012 að engin leið væri að standa við kosningaloforð sem Cameron gaf fyrir þingkosningarnar í fyrra um að innflytjendum yrði fækkað niður fyrir hundrað þúsund á ári. Þetta sagði Hilton í viðtali við BBC í gær. Cameron gaf einnig sams konar loforð fyrir kosningarnar árið 2010. Hilton sagði einu leiðina til þess að ná þessu markmiði vera aðskilnað Bretlands frá Evrópusambandinu, Brexit. „Ráðgjafar sögðu okkur að svo lengi sem við værum í Evrópusambandinu gætum við ekki stýrt innflutningi. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að við förum úr sambandinu,“ sagði Hilton sem berst nú fyrir Brexit með samtökunum Vote Leave. Auk hruns á gengi pundsins búa fjárfestar sig einnig undir það að hlutabréfaverð geti lækkað um tíu prósent á hlutabréfamarkaðnum í Lundúnum. Gengi hlutabréfa og pundsins hefur hvort tveggja lækkað í aðdraganda kosninganna, sér í lagi eftir að skoðanakannanir hafa sýnt aukið fylgi við útgöngu úr sambandinu. Þá birtu aðstoðarskólastjórar 96 háskóla á Bretlandi opið bréf til Breta þar sem þjóðin var hvött til að kjósa með áframhaldandi veru innan sambandsins. „Okkar trú er sú að aðskilnaður frá Evrópu skapi erfitt andrúmsloft fyrir fjárfestingu í menntun og rannsóknum,“ segir í bréfinu.
Brexit Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira