Allt fyrir bankana – alltaf! skjóðan skrifar 22. júní 2016 08:51 Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana. Skjóðan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana.
Skjóðan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent