Allt fyrir bankana – alltaf! skjóðan skrifar 22. júní 2016 08:51 Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana. Skjóðan Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana.
Skjóðan Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira