Blaðamaður Sunday Times: Englendingar tengja Ísland við Leicester Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 11:30 Strákarnir fagna marki sínu gegn Ungverjalandi. Vísir/Vilhelm Jonathan Northcroft, blaðamaður The Sunday Times, telur að saga íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafi heillað marga á Englandi. Vísir ræddi við Northcroft fyrir leik Englands og Slóvakíu í Saint-Étienne í fyrrakvöld. „Það eru margir sem tengja íslenska landsliðið við sögu Leicester. Þeir sjá mögulega einhverja álíka töfra við velgengni íslenska liðsins,“ sagði hann en Leicester varð sem kunnugt Englandsmeistari öllum að óvörum á nýliðnu tímabili. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland Hann segir að viðbrögð Cristiano Ronaldo, stórstjörnu Portúgals, eftir leikinn gegn Íslandi í síðustu viku hafi ýtt enn frekar undir áhugann á íslenska liðinu. „Það er ekki mikil samúð með Ronaldo á Englandi og barnaleg viðbrögð hans eftir leikinn bættu ekki úr skák. Það hlógu allir vel að þeim,“ sagði Northcroft.Borin virðing fyrir dugnaði „En fyrst og fremst er virðing borin fyrir dugnaði og elju í Englandi og það er það sem við sjáum þegar við horfum á íslenska liðið spila.“ „Að sjá strákana vinna saman og njóta þess í raun og veru að vera á mótinu. Sérstaklega þegar maður ber það saman við menn eins og Ronaldo, sem strunsar af velli eftir leiki og myndi líklega frekar vilja vera í sólinni á Miami.“ Nokkur umræða hefur skapast um varnarsinnuð lið á EM og að það hafi sett svip sinn á mótin. Northcroft segir að fólk hafi gaman að varnarsinnuðum „litlum“ liðum en aðeins upp að ákveðnu marki. „Þetta minnir mig á þegar Grikkland varð Evrópumeistari árið 2004. Fólk missti þolinmæðina þá og það gerðist meira að segja líka með Leicester í vetur. Það kemur bara að því að fólk vilji sjá meira fjör í leikjunum,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort að fólk hefði endilega gaman að því að sjá Ísland vinna EM með því að halda bara hreinu. En að sama skapi er fólk mjög meðvitað um sögu Íslands, hvað íbúafjölda landsins varðar og fjölda atvinnumanna í knattspyrnu sem landið á.“Við hittumst aftur Sjálfur er Northcroft skoskur en Skotland er eina landið á Bretlandseyjunum sem ekki náði að vinna sér þátttökurétt á EM í Frakklandi. „Ég lít á Norðurlöndin og Ísland sem bræður okkar. Skotar hafa alltaf notað veðrið sem afsökun fyrir því að það hefur gengið illa að búa til góða knattspyrnumenn. En Ísland hefur nú náð að afsanna það. Fyrir vikið er það enn meira svekkjandi að við séum ekki með á þessu móti.“ Northcroft hefur fulla trú á því að Ísland geti farið áfram í 16-liða úrslitin en til þess þurfa strákarnir að ná að minnsta kosti jafntefli gegn Austurríki í París á morgun. Og hann reiknaði jafnvel með því að andstæðingurinn myndi verða England. Viðtalið fór fram eins og áður segir fyrir leik Englands gegn Slóvakíu í gær en með sigri í leiknum hefðu Englendingar tryggt sér sigur í riðlinum. „England hefur þann ótrúlega vana að vinna ekki riðlana sína á stórmótum. Liðinu hefur fundið ótrúlegar leiðir til að fá erfiðari leiki í útsláttarkeppninni en þeir þurfa,“ sagði Northcroft þá. Það kom svo í ljós að hann hafði rétt fyrir sér. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og England mætir liðinu sem endar í öðru sæti F-riðils í 16-liða úrslitunum á mánudag. Ísland er sem stendur í öðru sæti F-riðils, fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar fékk Ronaldo-treyju eftir allt saman Cristiano Ronaldo, stórstjarna portúgalska landsliðsins, var ekki í mjög góðu skapi eftir jafnteflisleikinn á móti Íslandi á dögunum. 20. júní 2016 17:15 Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Jonathan Northcroft, blaðamaður The Sunday Times, telur að saga íslenska landsliðsins í knattspyrnu hafi heillað marga á Englandi. Vísir ræddi við Northcroft fyrir leik Englands og Slóvakíu í Saint-Étienne í fyrrakvöld. „Það eru margir sem tengja íslenska landsliðið við sögu Leicester. Þeir sjá mögulega einhverja álíka töfra við velgengni íslenska liðsins,“ sagði hann en Leicester varð sem kunnugt Englandsmeistari öllum að óvörum á nýliðnu tímabili. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland Hann segir að viðbrögð Cristiano Ronaldo, stórstjörnu Portúgals, eftir leikinn gegn Íslandi í síðustu viku hafi ýtt enn frekar undir áhugann á íslenska liðinu. „Það er ekki mikil samúð með Ronaldo á Englandi og barnaleg viðbrögð hans eftir leikinn bættu ekki úr skák. Það hlógu allir vel að þeim,“ sagði Northcroft.Borin virðing fyrir dugnaði „En fyrst og fremst er virðing borin fyrir dugnaði og elju í Englandi og það er það sem við sjáum þegar við horfum á íslenska liðið spila.“ „Að sjá strákana vinna saman og njóta þess í raun og veru að vera á mótinu. Sérstaklega þegar maður ber það saman við menn eins og Ronaldo, sem strunsar af velli eftir leiki og myndi líklega frekar vilja vera í sólinni á Miami.“ Nokkur umræða hefur skapast um varnarsinnuð lið á EM og að það hafi sett svip sinn á mótin. Northcroft segir að fólk hafi gaman að varnarsinnuðum „litlum“ liðum en aðeins upp að ákveðnu marki. „Þetta minnir mig á þegar Grikkland varð Evrópumeistari árið 2004. Fólk missti þolinmæðina þá og það gerðist meira að segja líka með Leicester í vetur. Það kemur bara að því að fólk vilji sjá meira fjör í leikjunum,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort að fólk hefði endilega gaman að því að sjá Ísland vinna EM með því að halda bara hreinu. En að sama skapi er fólk mjög meðvitað um sögu Íslands, hvað íbúafjölda landsins varðar og fjölda atvinnumanna í knattspyrnu sem landið á.“Við hittumst aftur Sjálfur er Northcroft skoskur en Skotland er eina landið á Bretlandseyjunum sem ekki náði að vinna sér þátttökurétt á EM í Frakklandi. „Ég lít á Norðurlöndin og Ísland sem bræður okkar. Skotar hafa alltaf notað veðrið sem afsökun fyrir því að það hefur gengið illa að búa til góða knattspyrnumenn. En Ísland hefur nú náð að afsanna það. Fyrir vikið er það enn meira svekkjandi að við séum ekki með á þessu móti.“ Northcroft hefur fulla trú á því að Ísland geti farið áfram í 16-liða úrslitin en til þess þurfa strákarnir að ná að minnsta kosti jafntefli gegn Austurríki í París á morgun. Og hann reiknaði jafnvel með því að andstæðingurinn myndi verða England. Viðtalið fór fram eins og áður segir fyrir leik Englands gegn Slóvakíu í gær en með sigri í leiknum hefðu Englendingar tryggt sér sigur í riðlinum. „England hefur þann ótrúlega vana að vinna ekki riðlana sína á stórmótum. Liðinu hefur fundið ótrúlegar leiðir til að fá erfiðari leiki í útsláttarkeppninni en þeir þurfa,“ sagði Northcroft þá. Það kom svo í ljós að hann hafði rétt fyrir sér. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og England mætir liðinu sem endar í öðru sæti F-riðils í 16-liða úrslitunum á mánudag. Ísland er sem stendur í öðru sæti F-riðils, fyrir lokaumferðina í riðlakeppninni á morgun.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar fékk Ronaldo-treyju eftir allt saman Cristiano Ronaldo, stórstjarna portúgalska landsliðsins, var ekki í mjög góðu skapi eftir jafnteflisleikinn á móti Íslandi á dögunum. 20. júní 2016 17:15 Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Aron Einar fékk Ronaldo-treyju eftir allt saman Cristiano Ronaldo, stórstjarna portúgalska landsliðsins, var ekki í mjög góðu skapi eftir jafnteflisleikinn á móti Íslandi á dögunum. 20. júní 2016 17:15
Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34
Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00
Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30