
Staðfest að jafntefli dugar strákunum okkar á morgun

Eftir leiki dagsins á Evrópumótinu í Frakklandi er það orðið ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í lokaleiknum sínum til að komast áfram upp úr riðlinum og skiptir þá engu hvernig leikur Ungverjalands og Portúgals fer.
Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum klukkan fjögur á Stade de France á morgun og slakari árangur liða úr þriðja sæti í öðrum riðlum þýðir að þrjú stig duga.
Íslenska liðið á hinsvegar ennþá möguleika á því að vinna riðilinn vinni liðið Austurríki á morgun.
Nái íslensku strákarnir stigi í leiknum á móti Austurríki verða þeir með þrjú stig og slétta markatölu. Tvö af liðunum sex sem enda í þriðja sæti í sínum riðli komast ekki í sextán liða úrslitin.
Bæði lið Albaníu (3. sæti í A-riðli) og lið Tyrklands (3. sæti í D-riðli) eru með 3 stig en þau eru aftur á móti með neikvæða markatölu. Þau verða því alltaf neðar en íslenska liðið endi Ísland með þrjú stig í þriðja sætinu í F-riðli.
Það þarf hinsvegar ekkert að vera að liðið í þriðja sæti í F-riðli komist áfram því ef Portúgal tapar á móti Ungverjum á morgun á sama tíma og Austurríki tekst ekki að vinna Ísland, þá enda Portúgalar í 3. sæti með tvö stig og komast þar af leiðandi ekki í sextán liða úrslitin.
Um leið og það var ljóst að íslensku strákunum nægir jafntefli úr Austurríkisleiknum þá er það líka öruggt að bæði lið Slóvakíu og Norður-Írlands eru komin áfram í sextán liða úrslit þrátt fyrir að hafa endað í þriðja sæti í sínum riðli.
Slóvakar eru með 4 stig og Norður-Írar eru með 3 stig og betri markatölu en bæði Tyrkland og Albanía. Tyrkland og Albanía verða því alltaf neðar en Norður-Írland sama hvað gerist í síðustu tveimur riðlunum á morgun.
Tengdar fréttir

Úkraína fékk hvorki stig né skoraði mark á EM | Sjáðu sigurmark Póllands
Pólland er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig en Úkraína er á botninum án stiga.

Fyrsti leikur sextán liða úrslitanna klár | Ungverjar komnir áfram
Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun.

Handrit Eiðs Smára að EM hefur gengið upp hingað til en svona er draumaendirinn
Arnar Gunnlaugsson var gestur Harðar Magnússonar í Sumarmessunni í gær og sagði þar mjög skemmtilegt sögu af Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin
Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun.

Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið
Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi.

Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM
Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld.

Króatar komu til baka á móti Spáni og unnu riðilinn | Sjáðu mörkin
Króatía sýndi styrk sinn í kvöld þegar liðið tryggði sér sigur í D-riðli á Evrópumótinu í Frakklandi eftir 2-1 endurkomu sigur á móti Evrópumeisturum Spánar.