Afdrifaríkt tap fyrir Spánverja í kvöld | Erfið leið framundan á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 21:27 Sergio Ramos horfir á Króata fagna eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu. Vísir/EPA Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. Spánn komst í 1-0 á móti Króatíu og þurfti bara jafntefli til þess að vinna riðilinn. Króatarnir jöfnuðu fyrir hlé og nýtt sér síðan vel að Sergio Ramos lét verja frá sér vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Það var síðan Ivan Perisic sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og tryggði Króatíu efsta sætið í D-riðlinum. Þetta var fyrsta tap Spánar í úrslitakeppni EM í tólf ár eða síðan á EM í Portúgal 2004. Króatarnir léku án stórstjarnanna Luka Modric og Mario Mandzukic en sýndu gríðarlegan styrk og karakter að koma til baka á móti svona sterku liði. Tapið þýðir hinsvegar að í stað þess að mæta einu af liðunum sem endaði í 3. sæti í sínum riðli þá bíður Spánverja leikur á móti Ítölum í sextán liða úrslitunum. Það er ekki nóg með það því takist Spánverjum að vinna Ítali á mánudaginn kemur mætir liðið væntanlega Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Þýskaland mætir einu af liðunum úr þriðja sæti í sextán liða úrslitunum og síðan bíður leikur á móti annaðhvort Ítalíu eða Spáni. Í undanúrslitaleiknum mæta þessi lið síðan annaðhvort heimamönnum í Frakklandi eða Englandi sem eru líkleg til að mætast í átta liða úrslitunum. Frakkar mæta einu af liðunum úr þriðja sæti en Englendinga bíður leikur á móti liðinu í öðru sæti í riðli Íslands. Það gæti orðið Ísland. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Evrópumeistarar Spánverja þurfa að fara erfiðu leiðina að þriðja Evrópumeistaratitlinum í röð eftir að þeir misstu efsta sæti riðilsins til Króatíu í kvöld. Spánn komst í 1-0 á móti Króatíu og þurfti bara jafntefli til þess að vinna riðilinn. Króatarnir jöfnuðu fyrir hlé og nýtt sér síðan vel að Sergio Ramos lét verja frá sér vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Það var síðan Ivan Perisic sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og tryggði Króatíu efsta sætið í D-riðlinum. Þetta var fyrsta tap Spánar í úrslitakeppni EM í tólf ár eða síðan á EM í Portúgal 2004. Króatarnir léku án stórstjarnanna Luka Modric og Mario Mandzukic en sýndu gríðarlegan styrk og karakter að koma til baka á móti svona sterku liði. Tapið þýðir hinsvegar að í stað þess að mæta einu af liðunum sem endaði í 3. sæti í sínum riðli þá bíður Spánverja leikur á móti Ítölum í sextán liða úrslitunum. Það er ekki nóg með það því takist Spánverjum að vinna Ítali á mánudaginn kemur mætir liðið væntanlega Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Þýskaland mætir einu af liðunum úr þriðja sæti í sextán liða úrslitunum og síðan bíður leikur á móti annaðhvort Ítalíu eða Spáni. Í undanúrslitaleiknum mæta þessi lið síðan annaðhvort heimamönnum í Frakklandi eða Englandi sem eru líkleg til að mætast í átta liða úrslitunum. Frakkar mæta einu af liðunum úr þriðja sæti en Englendinga bíður leikur á móti liðinu í öðru sæti í riðli Íslands. Það gæti orðið Ísland.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira