Golf

Berglind og Gísli Íslandsmeistarar í holukeppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berglind og Gísli kát með bikarana sína.
Berglind og Gísli kát með bikarana sína. mynd/gsí
Íslandsmótinu í holukeppni, KPMG-bikarnum, lauk í dag og þau Gísli Sveinbergsson úr Keili og Berglind Björnsdóttir úr GR voru hlutskörpust.

Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra beggja. Byrjað var að keppa á þessu móti árið 1988.

Gísli lagði Aron Snæ Júlíusson úr GKG í úrslitaleiknum 4/3 en góð byrjun Gísla lagði grunninn að sigrinum. Andri Már Óskarsson úr GHR sigraði Theodór Emil Karlsson úr GM í leik um þriðja sætið 5/4.

Berglind sigraði Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR í úrslitaleiknum 2/1. Ingunn Einarsdóttir úr GKG sigraði Signý Arnórsdóttur úr GK í leik um þriðja sætið 2/1.

Öll úrslit í mótinu má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×