Bara eitt prósent sjónvarpsáhorfenda sá ekki leik Íslands og Ungverjalands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 17:35 Ari Freyr Skúlason í baráttunni um boltann í leik Íslands og Ungverjalands. Vísir/EPA Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn. 98,9% sjónvarpsáhorfenda sáu íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missa leik sinn gegn Ungverjum í jafntefli á síðustu mínútunum á EM2016. Það þýðir að aðeins rúmlega eitt prósent sá ekkert af þessum dramatíska leik. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. Helmingur allra landsmanna á aldrinum 12-80 ára horfði á leikinn frá upphafi til enda eða 123 þúsund manns. 24 þúsund til viðbótar voru með annað augað á leiknum og samtals sáu hann því 147 þúsund á aldrinum 12-80 ára. „Afar athyglisvert er að einungis eitt prósent landsmanna kaus annað sjónvarp en EM,“ segir Kári Jónsson sérfræðingur Símans í fjölmiðlamælingum um fyrstu tölur frá Gallup. Ekki aðeins voru átta til níu þúsund Íslendingar á leiknum ytra, heldur voru 123 þúsund límd við sjónvarpið og svo voru tugir þúsunda til viðbótar með annað augað á leiknum á laugardag. Það var einnig troðfullt á EM-torgum og svo horfðu líka margir á leikinn í gegnum snjallforrit að sjónvarpsþjónustu Símans. Sveinbjörn Bjarki Jónsson, deildarstjóri sjónvarpskerfa Símans, segir að rétt eins og í fyrsta Íslandsleiknum hafi áhorf verið um tvöfalt meira í appinu en vanalega. „Það kom okkur hins vegar á óvart að sjá að fleiri horfðu á leik Portúgals og Austurríkis í gegnum appið síðar um kvöldið en þann íslenska, sérstaklega þegar leið á leikinn“ segir hann. Síminn kynnti frítt snjallforrit að sjónvarpsþjónustu sinni fyrir mótið, þar sem hægt er að horfa á opnu dagskrá mótsins. Landsmenn gátu, eins og í fyrsta leik Íslands á mótinu, valið að horfa á útsendingu Símans á RÚV, SíminnSport eða Sjónvarp Símans. Þannig verður það einnig á miðvikudag þegar skýrist hvort Ísland kemst í sextán liða úrslit mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira