GR öruggt með gullið fyrir úrslitaleikinn í holukeppni kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2016 16:53 Berglind Björnsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands GR-konurnar Ragnhildur Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir spila til úrslita á morgun á Íslandsmótinu í holukeppni en þær unnu undanúrslitaleiki sína í dag. Holukeppnin í ár fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Það er því þegar ljóst að GR mun eignast sigurvegara í kvennaflokki KPMG-bikarsins og verður það tólfti titill GR í keppninni. Berglind Björnsdóttir vann undanúrslitaleik sinn á móti Ingunni Einarsdóttur úr GKG en Berglind hafði áður slegið út Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur úr GK. Berglind vann 3/2 það er var með þriggja holu forskoti eftir sextándu holuna eða þegar það voru bara tvær holur eftir. Ragnhildur Kristinsdóttir vann undanúrslitaleik sinn á móti Signýju Arnórsdóttur 4/3 en Ragnhildur vann Jódís Bóasdóttur úr GK í átta manna úrslitum. Tap Signýjar þýðir að nýtt nafn fer á bikarinn í Íslandsmótinu í holukeppni kvenna því Signý var sú eina af þessum fjórum í undanúrslitunum sem hafði unnið áður. Ingunni Einarsdóttir og Signý Arnórsdóttir spila um þriðja sætið á morgun en úrslitaleikurinn hefst klukkan 9.30 í fyrramálið. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
GR-konurnar Ragnhildur Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir spila til úrslita á morgun á Íslandsmótinu í holukeppni en þær unnu undanúrslitaleiki sína í dag. Holukeppnin í ár fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Það er því þegar ljóst að GR mun eignast sigurvegara í kvennaflokki KPMG-bikarsins og verður það tólfti titill GR í keppninni. Berglind Björnsdóttir vann undanúrslitaleik sinn á móti Ingunni Einarsdóttur úr GKG en Berglind hafði áður slegið út Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur úr GK. Berglind vann 3/2 það er var með þriggja holu forskoti eftir sextándu holuna eða þegar það voru bara tvær holur eftir. Ragnhildur Kristinsdóttir vann undanúrslitaleik sinn á móti Signýju Arnórsdóttur 4/3 en Ragnhildur vann Jódís Bóasdóttur úr GK í átta manna úrslitum. Tap Signýjar þýðir að nýtt nafn fer á bikarinn í Íslandsmótinu í holukeppni kvenna því Signý var sú eina af þessum fjórum í undanúrslitunum sem hafði unnið áður. Ingunni Einarsdóttir og Signý Arnórsdóttir spila um þriðja sætið á morgun en úrslitaleikurinn hefst klukkan 9.30 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira