Ísland fékk ekki enskan greiða | Markalaust gegn Slóvakíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2016 20:45 Jamie Vardy á fleygiferð með boltann. Visir/Getty England endaði í öðru sæti B-riðils á EM í Frakklandi eftir markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í kvöld. Wales vann öruggan sigur á Rússlandi í hinum leik riðilsins og komst á toppinn. England mun því mæta liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðli, riðli Íslands, í 16-liða úrslitum keppninnar. Ísland er sem stendur í öðru sæti F-riðils og spilar gegn Austurríki á miðvikudag. Englendingar stjórnuðu leiknum gegn Slóvakíu í kvöld frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir fengu mun fleiri opin færi í fyrri hálfleik og voru klaufar að fara ekki inn til búningsklefa með forystu. Jamie Vardy komst í gott færi eftir að hafa sloppið einn í gegn og Jordan Henderson átti einnig hættulegt skotfæri í fyrri hálfleik en Matus Kozacik varði vel í bæði skiptin. Englendingar voru þar að auki nálægt því að búa til hættuleg færi en síðasta sendingin sveik þá oft. Roy Hodgson gerði sex breytingar á byrjunarliði Englands frá síðasta leik og kom fyrirliðinn Wayne Rooney inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik. Dele Alli og Harry Kane komu einnig inn á en eftir því sem leið á leikinn varð varnarmúr Slóvakíu þykkari og þykkari. Englendingum gekk afar illa að koma boltanum inn í teig og skapa hættuleg færi. Varnarmenn Slóvakíu hentu sér ítrekað fyrir tilraunir Englendinga og reyndi lítið á Kozacik í marki Slóvakíu í síðari hálfleiknum. Besta færið fékk Alli en skot hans var varið á línu. Enskir áhorfendur voru magnaðir á Stade Geoffroy Guichard í kvöld og hvöttu sína menn óspart áfram, sérstaklega undir lok leiksins. En þrátt fyrir þennan góða stuðning náðu ensku leikmennirnir ekki að finna þann kraft sem þurfti til að brjóta vörn Slóvakíu á bak aftur. Slóvakía endar því með fjögur stig í riðlinum en hefði liðið tapað hefði legið ljóst fyrir að Ísland myndi duga jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslitin úr F-riðli. Enda fögnuðu Slóvakar vel og innilega í leikslok. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
England endaði í öðru sæti B-riðils á EM í Frakklandi eftir markalaust jafntefli gegn Slóvakíu í kvöld. Wales vann öruggan sigur á Rússlandi í hinum leik riðilsins og komst á toppinn. England mun því mæta liðinu sem endar í öðru sæti í F-riðli, riðli Íslands, í 16-liða úrslitum keppninnar. Ísland er sem stendur í öðru sæti F-riðils og spilar gegn Austurríki á miðvikudag. Englendingar stjórnuðu leiknum gegn Slóvakíu í kvöld frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir fengu mun fleiri opin færi í fyrri hálfleik og voru klaufar að fara ekki inn til búningsklefa með forystu. Jamie Vardy komst í gott færi eftir að hafa sloppið einn í gegn og Jordan Henderson átti einnig hættulegt skotfæri í fyrri hálfleik en Matus Kozacik varði vel í bæði skiptin. Englendingar voru þar að auki nálægt því að búa til hættuleg færi en síðasta sendingin sveik þá oft. Roy Hodgson gerði sex breytingar á byrjunarliði Englands frá síðasta leik og kom fyrirliðinn Wayne Rooney inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik. Dele Alli og Harry Kane komu einnig inn á en eftir því sem leið á leikinn varð varnarmúr Slóvakíu þykkari og þykkari. Englendingum gekk afar illa að koma boltanum inn í teig og skapa hættuleg færi. Varnarmenn Slóvakíu hentu sér ítrekað fyrir tilraunir Englendinga og reyndi lítið á Kozacik í marki Slóvakíu í síðari hálfleiknum. Besta færið fékk Alli en skot hans var varið á línu. Enskir áhorfendur voru magnaðir á Stade Geoffroy Guichard í kvöld og hvöttu sína menn óspart áfram, sérstaklega undir lok leiksins. En þrátt fyrir þennan góða stuðning náðu ensku leikmennirnir ekki að finna þann kraft sem þurfti til að brjóta vörn Slóvakíu á bak aftur. Slóvakía endar því með fjögur stig í riðlinum en hefði liðið tapað hefði legið ljóst fyrir að Ísland myndi duga jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslitin úr F-riðli. Enda fögnuðu Slóvakar vel og innilega í leikslok.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira