Spánverjar stefna á að vinna EM í Frakklandi en það yrði heldur betur sögulegt. Þá væru Spánverjar búnir að vinna þrjú EM í röð.
Þeir hafa heldur betur litið vel út í upphafi móts og margir spá því að þeir fari alla leið eina ferðina enn.
Spánverjar þekkja það vel að vera spáð alla leið og pressan hefur engin áhrif á liðið segir David Silva.
„Það er eðlilegt á þessu stigi að okkur sé spáð titlinum. Við erum að vinna og spila vel,“ segir Silva.
„Við erum þó með báða fætur á jörðinni. Við vitum aftur á móti vel hvað býr í þessu liði og ef við höldum áfram að spila vel þá getum við unnið mótið.“
Spánverjar spila við Króata í lokaleik sínum í riðlakeppninni.
Silva: Við getum unnið mótið
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

