Úrslitin í B-riðli á EM í Frakklandi ráðast í kvöld og Walesverjar eru bjartsýnir fyrir kvöldið.
Þeir spila við Rússa í kvöld og sigur skýtur þeim klárlega í 16-liða úrslit. Jafntefli gæti líka dugað ef Slóvakía nær ekki að vinna England.
„Við vorum mjög gagnrýnir við sjálfa okkur er við gerðum upp leikinn við England. Mér fannst við samt vera frábærir í þeim leik,“ sagði þjálfarinn Chris Coleman.
„Við erum á okkar fyrsta stórmóti síðan 1958 og eigum möguleika á því að komast áfram. Við getum ekki kvartað. Við erum í frábærri stöðu fyrir kvöldið og strákana hlakkar til að spila þennan leik.“
Þjálfarinn viðurkennir að hann sé farinn að hugsa lengra en í næsta leik og lengra en EM.
„Allir horfa á þennan leik sem einhvern endapunkt. Þessi leikur verður aldrei neinn endapunktur fyrir þetta lið. Það hefur möguleika á að halda áfram á sömu braut á næstu árum. Þetta lið á meira inni.“
Coleman: Við erum í frábærri stöðu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn