Lífið

Sjáðu sérsmíðuðu EM-úrin sem leikmenn gáfu starfsfólki landsliðsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Már Sævarsson og félagar gáfu starfsfólkinu glæsileg EM-úr.
Birkir Már Sævarsson og félagar gáfu starfsfólkinu glæsileg EM-úr. Vísir/Vilhelm
Þorgrímur Þráinsson, einn af starfsmönnum KSÍ í kringum karlalandslið Íslands, greinir frá því að leikmennirnir í liðinu hafi gefið honum og öðru starfsfólki sérsmíðuð EM-úr. 45 mínútur eru sérstaklega aðgreindar á úrinu sem Gilbert, úrsmiður á Laugavegi, smíðaði.

 

EM úrið glæsilega.
Úrið er með glæsilegri brúnni leðuról en úrið er merkt EM og ártalið 2016 í rómverskum stöfum. 

„Hvert úr var áletrað með nafni og númeri. Flestir leikmenn landsliðsins fjárfestu líka í þessu eigulega úri,“ segir Þorgrímur. Um J.S. Watch úr er að ræða og aðeins voru smíðuð 100 stykki.

Takk fyrir mig, þið eðalgaurar. Við fögnum eftir stigin 3 í París.“

Að neðan má sjá Birki Bjarna, Aron Einar og Alfreð í auglýsingu fyrir JS Watch ásamt Gilbert úrsmið.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×