Virðing og kærleikur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun