Tveir danskir leikmenn ganga til liðs við Val í félagsskiptaglugganum í júlí. Áður hafði verið greint frá því að hægri bakvörðurinn Andreas Albech komi frá Skive og að auki fær Valur miðjumanninn Kristian Gaarde frá Velje.
Frá þessu er fyrst greint á mbl.is.
Fyrir hjá Val eru þrír danskir leikmenn, þeir Rasmus Christiansen, Rolf Toft og Nikolaj Hansen og verða því alls fimm Danir á mála hjá Hlíðarendafélaginu í sumar að því gefnu að liðið fái ekki fleiri til sín.
Ekki hefur gengið eins vel hjá Val í upphafi leiktíðar og vonast var til á Hlíðarenda en liðið er í 7. sæti eftir níu umferðir, níu stigum á eftir toppliði FH.
Fimmti Daninn á leið til Vals
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn