Golf

Öruggur sigur á Slóvenum og sæti í efstu deild tryggt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. vísir/stefán
Íslenska karlalandsliðið í golfi tryggði sér í dag sæti í efstu deild EM áhugamanna á næsta ári með stórsigri, 6-1, á Slóveníu í undanúrslitum 2. deildar í Lúxemborg.

Ísland leikur gegn Wales eða Tékklandi í úrslitum á morgun.

Þrjú efstu liðin úr þessari deild komast í efstu deild og eftir sigurinn í dag er öruggt að Ísland keppir á meðal þeirra bestu á næsta ári.

Íslenska liðið skipa þeir Gísli Sveinbergsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Egill Gunnarsson, Arnór Snær Júlíusson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson. Þjálfari er Birgir Leifur Hafþórsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×