Bandarískt þjóðfélag í uppnámi Guðsteinn Bjarnason og Ólöf Skaftadóttir skrifa 9. júlí 2016 08:00 Fjöldi fólks safnaðist saman í hinum ýmsu stórborgum í Bandaríkjunum til að mótmæla lögregluofbeldi. Vísir/NordicPhotos Bandarískt þjóðfélag logar vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi. Í hvert sinn sem fréttir berast af því að svartur maður hafi látið lífið eftir að hafa orðið á vegi lögreglumanna, þá magnast fjandskapurinn í garð lögreglunnar. Þúsundir manna safnast reglulega saman í borgum landsins til að minna lögregluna á, að líf svartra skipta máli. Í hverjum mánuði falla halda samt tugir manna áfram að falla fyrir skotum úr byssum lögreglumanna. Í fyrrakvöld gerðist það svo að fimm lögreglumenn voru myrtir í Dallas, skammt frá þeim stað þar sem John F. Kennedy forseti var myrtur árið 1963. Sjö lögreglumenn að auki særðust, sumir alvarlega, en árásarmennirnir voru fjórir. Þrír þeirra eru í haldi lögreglunnar en sá fjórði lést þegar lögreglan sprengdi sprengju, sem hann var með á sér. Þetta gerðist þegar þúsundir manna voru úti á götum að taka þátt í friðsamlegum mótmælum gegn lögregluofbeldi. Árásaramennirnir biðu þangað til mótmælendurnir voru komnir framhjá og réðust þá á lögregluna, sem stóð á verði.Fólk safnaðist saman í bænum Baton Rouge í Louisiana til að mótmæla lögregluofbeldi.Vísir/NordicPhotos„Þessu verður að linna” „Þessu verður að linna, þessum illdeilum milli lögreglunnar okkar og almennings,” sagði David Brown, lögreglustjóri í Dallas, við fjölmiðla í gær og dró enga fjöður yfir það að lögreglan er ekki vel liðin þessa dagana. „Flesta daga finnum við ekki fyrir miklum stuðningi.” Yfirmenn lögreglunnar í Dallas hafa reyndar lagt á það mikla áherslu undanfarið, meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum, að breyta vinnubrögðum sínu og hugarfari til að draga úr líkum á ástæðulausu ofbeldi. Brown lögregluforingi óskaði eindregið eftir því að almenningur taki sér nú stöðu með lögreglunni: „Við þurfum ykkar stuðning til að geta verndað ykkur gegn mönnum á borð við þessa, sem frömdu þennan hörmulega verknað.”Ekkert sem réttlætir Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti í gærmorgun stutt ávarp í tilefni þessara atburða, þar sem hann er staddur í Póllandi á leiðtogafundi NATO. „Ég tel mig tala fyrir hvern einasta Bandaríkjamann þegar ég segi að þessir atburðir vekji með okkur andstyggð og að við stöndum öll saman með fólkinu og lögregludeildinni í Dallas,” sagði Obama. „Það er ekkert sem réttlætir árásir af þessu tagi eða ofbeldi hvers konar gegn lögreglunni.” Daginn áður hafði hann samt einnig ávarpað fjölmiðla, þá nýkominn til Póllands, en í það skiptið var tilefni ávarpsins atburðirnir í Louisiana og Minnesota fyrr í vikunni, þar sem hvítir lögreglumenn höfðu drepið þeldökka menn, gjörsamlega að ástæðulausu eftir því sem best varð séð af myndböndum. Þessi dráp urðu til þess að þúsundir Bandaríkjamanna flykktust út á götur í mörgum stærstu borgum landsins til að mótmæla lögregluofbeldi gegn þeldökku fólki. „Við höfum of oft séð harmleiki af þessu tagi,” sagði Obama þá, og bætti því við að skotárásir af þessu tagi hljóti að valda öllum Bandaríkjamönnum óhug.Bandarískt samfélag er í uppnámiVísir/NordicPhotosEkki einangruð atvik „Þetta eru nefnilega ekki einangruð atvik. Þau eru einkenni á víðtækara kynþáttamisræmi í löggæslukerfinu okkar.” Hann hrósaði samt lögreglunni almennt fyrir góð og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar, og í gær minnti aftur á þær fórnir sem lögreglan færir í daglegum störfum sínum. Hann minnti jafnframt á hina hörðu andstöðu, sem allar tilraunir til að herða skotvopnalöggjöf landsins hafa mætt af hálfu Repúblikanaflokksins og hinna fjársterku samtaka skotvopnaeigenda: „Við vitum að þegar fólk er vopnað öflugum vopnum, þá gerir það illu heilli árásir af þessu tagi enn banvænni og sorglegri, og á næstu dögum munum við þurfa að skoða þennan raunveruleika líka.”Þjóðfélag í uppnámi Bandarískt þjóðfélag er tvímælalaust í uppnámi vegna þessara atburða, bæði þeir sem ekki eru hvítir á hörund og þykir látlaust að sér vegið, en nú ekki síður hinir sem nú sjá hugsanlega fram á harðari átök. Enn er þó allt óljóst um framhaldið. Forsetakosningarnar, sem verða haldnar í nóvember næstkomandi, verða að öllum líkindum með þeim skrautlegri í sögunni og alveg eins líklegt að bæði lögreglumorðin í Dallas og kynþáttafordómar hvítra lögreglumanna muni setja svip sinn á hana. Væntanleg forsetaefni beggja stóru flokkanna, þau Hillary Clinton og Donald Trump, hafa bæði frestað framboðsfundum sínum vegna atburða vikunnar. Bæði hörmuðu þau og fordæmdu lögreglumorðin í Dallas og sögðu huga sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu. Trump sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði: „Við verðum að endurheimta lög og reglu. Við verðum að endurreisa trú almennings hér á að geta verið öruggt á heimilum sínum og úti á götum.” Black Lives Matter Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
Bandarískt þjóðfélag logar vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi. Í hvert sinn sem fréttir berast af því að svartur maður hafi látið lífið eftir að hafa orðið á vegi lögreglumanna, þá magnast fjandskapurinn í garð lögreglunnar. Þúsundir manna safnast reglulega saman í borgum landsins til að minna lögregluna á, að líf svartra skipta máli. Í hverjum mánuði falla halda samt tugir manna áfram að falla fyrir skotum úr byssum lögreglumanna. Í fyrrakvöld gerðist það svo að fimm lögreglumenn voru myrtir í Dallas, skammt frá þeim stað þar sem John F. Kennedy forseti var myrtur árið 1963. Sjö lögreglumenn að auki særðust, sumir alvarlega, en árásarmennirnir voru fjórir. Þrír þeirra eru í haldi lögreglunnar en sá fjórði lést þegar lögreglan sprengdi sprengju, sem hann var með á sér. Þetta gerðist þegar þúsundir manna voru úti á götum að taka þátt í friðsamlegum mótmælum gegn lögregluofbeldi. Árásaramennirnir biðu þangað til mótmælendurnir voru komnir framhjá og réðust þá á lögregluna, sem stóð á verði.Fólk safnaðist saman í bænum Baton Rouge í Louisiana til að mótmæla lögregluofbeldi.Vísir/NordicPhotos„Þessu verður að linna” „Þessu verður að linna, þessum illdeilum milli lögreglunnar okkar og almennings,” sagði David Brown, lögreglustjóri í Dallas, við fjölmiðla í gær og dró enga fjöður yfir það að lögreglan er ekki vel liðin þessa dagana. „Flesta daga finnum við ekki fyrir miklum stuðningi.” Yfirmenn lögreglunnar í Dallas hafa reyndar lagt á það mikla áherslu undanfarið, meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum, að breyta vinnubrögðum sínu og hugarfari til að draga úr líkum á ástæðulausu ofbeldi. Brown lögregluforingi óskaði eindregið eftir því að almenningur taki sér nú stöðu með lögreglunni: „Við þurfum ykkar stuðning til að geta verndað ykkur gegn mönnum á borð við þessa, sem frömdu þennan hörmulega verknað.”Ekkert sem réttlætir Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti í gærmorgun stutt ávarp í tilefni þessara atburða, þar sem hann er staddur í Póllandi á leiðtogafundi NATO. „Ég tel mig tala fyrir hvern einasta Bandaríkjamann þegar ég segi að þessir atburðir vekji með okkur andstyggð og að við stöndum öll saman með fólkinu og lögregludeildinni í Dallas,” sagði Obama. „Það er ekkert sem réttlætir árásir af þessu tagi eða ofbeldi hvers konar gegn lögreglunni.” Daginn áður hafði hann samt einnig ávarpað fjölmiðla, þá nýkominn til Póllands, en í það skiptið var tilefni ávarpsins atburðirnir í Louisiana og Minnesota fyrr í vikunni, þar sem hvítir lögreglumenn höfðu drepið þeldökka menn, gjörsamlega að ástæðulausu eftir því sem best varð séð af myndböndum. Þessi dráp urðu til þess að þúsundir Bandaríkjamanna flykktust út á götur í mörgum stærstu borgum landsins til að mótmæla lögregluofbeldi gegn þeldökku fólki. „Við höfum of oft séð harmleiki af þessu tagi,” sagði Obama þá, og bætti því við að skotárásir af þessu tagi hljóti að valda öllum Bandaríkjamönnum óhug.Bandarískt samfélag er í uppnámiVísir/NordicPhotosEkki einangruð atvik „Þetta eru nefnilega ekki einangruð atvik. Þau eru einkenni á víðtækara kynþáttamisræmi í löggæslukerfinu okkar.” Hann hrósaði samt lögreglunni almennt fyrir góð og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar, og í gær minnti aftur á þær fórnir sem lögreglan færir í daglegum störfum sínum. Hann minnti jafnframt á hina hörðu andstöðu, sem allar tilraunir til að herða skotvopnalöggjöf landsins hafa mætt af hálfu Repúblikanaflokksins og hinna fjársterku samtaka skotvopnaeigenda: „Við vitum að þegar fólk er vopnað öflugum vopnum, þá gerir það illu heilli árásir af þessu tagi enn banvænni og sorglegri, og á næstu dögum munum við þurfa að skoða þennan raunveruleika líka.”Þjóðfélag í uppnámi Bandarískt þjóðfélag er tvímælalaust í uppnámi vegna þessara atburða, bæði þeir sem ekki eru hvítir á hörund og þykir látlaust að sér vegið, en nú ekki síður hinir sem nú sjá hugsanlega fram á harðari átök. Enn er þó allt óljóst um framhaldið. Forsetakosningarnar, sem verða haldnar í nóvember næstkomandi, verða að öllum líkindum með þeim skrautlegri í sögunni og alveg eins líklegt að bæði lögreglumorðin í Dallas og kynþáttafordómar hvítra lögreglumanna muni setja svip sinn á hana. Væntanleg forsetaefni beggja stóru flokkanna, þau Hillary Clinton og Donald Trump, hafa bæði frestað framboðsfundum sínum vegna atburða vikunnar. Bæði hörmuðu þau og fordæmdu lögreglumorðin í Dallas og sögðu huga sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu. Trump sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði: „Við verðum að endurheimta lög og reglu. Við verðum að endurreisa trú almennings hér á að geta verið öruggt á heimilum sínum og úti á götum.”
Black Lives Matter Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira