Pogba: Gerðum þetta af virðingu fyrir Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 12:08 Paul Pogba fagnar með víkingaklappinu eftir leik með félögum sínum í franska landsliðinu. Vísir/EPA Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Paul Pogba og félagar í franska landsliðinu tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta með 2-0 sigur á Þýskalandi í undanúrslitaleiknum í gær. Það sem hefur vakið kannski enn meiri athygli hér á landi er hvernig franska landsliðið fagnaði sigrinum í leikslok. Frakkarnir fengu þá lánað „íslenska" víkingaklappið sem hefur öðlast heimsfrægð á síðustu vikum. Frönsku leikmennirnir tóku víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir leikinn á Stade Vélodrome í Marseille í gærkvöldi. Margir Íslendingar voru kannski ekki sáttir við að sjá Frakkana fá íslenska fagnið lánað en Frakkarnir hafa alltaf talað vel um íslenska liðið hvort sem það var í aðdraganda leiks liðanna í átta liða úrslitunum eða eftir hann. Paul Pogba útskýrði málið aðeins á Instagram-reikningu sínum: „Gott kvöld allir. Við berum virðingu fyrir Íslandi og þeirra stórkostlegu og hvetjandi fagnaðalátum," skrifaði Paul Pogba. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hafði áður sett það inn á Twitter að það væri ekki fallegt að stela. Alfreð er þó líklega sammála mörgum löndum sínum um það að það væri ein rósin til viðbótar í happagat íslenska liðsins ef Frakkar, eina liðið sem vann Ísland á EM, færi alla leið og tæki Evrópumeistaratitilinn. Það er annars nóg af frétta af Paul Pogba sem verður væntanlega dýrasti knattspyrnumaður heims á næstunni takist Manchester United að kaupa hann af Juventus. Mikill áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur líka ratað í heimspressuna. Bonne nuit a tous good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira