Alfreð segir að það sé ekki fallegt að stela Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 10:26 Íslensku strákarnir að taka Víkingaklappið á EM. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. Margir Íslendingar fengu eflaust smá ónotatilfinningu þegar Frakkarnir tóku upp á því að fagna eins og íslenska landsliðið eftir leikinn í gær. Eftir sigurinn á Þjóðverjum stilltu frönsku landsliðsmennirnir sér upp og tóku hið fræga Víkingaklapp sem var einkennisfögnuður íslenska landsliðsins á Evrópumótinu. Íslenska landsliðið og íslensku stuðningsmennirnir hafa gert þetta klapp heimsfrægt og það á örugglega sinn þátt í að vekja enn meiri athygli á frábærum árangri íslenska liðsins á Evrópumótinu í ár.Mega fá fagnið lánað Frakkarnir slógu íslensku strákanna vissulega út úr átta liða úrslitunum en litu kannski svo á að þeir hafi unnið sér með því rétt á því að fagna eins og íslenska liðið það sem eftir var mótsins. Alfreð Finnbogason skýtur aðeins á fögnuð Frakkana á Twitter-síðu sinni. „Það er ekki fallegt að stela ... en ef þið vinnið Evrópumótið þá megið þið fá okkar fögnuð að láni," skrifaði Alfreð og endaði á glottandi broskarli. Alfreð er örugglega ekki eini Íslendingurinn sem vill sjá Frakka vinna mótið. Það myndi ekki aðeins vera smá sárabót fyrir tap íslensku strákanna í átta liða úrslitunum heldur myndu Frakkar um leið koma í veg fyrir að einn af fáum óvinum íslenska liðsins á EM í Frakklandi, Cristiano Ronaldo, yrði Evrópumeistari.It's not nice to steal.... But if you win @UEFAEURO you can borrow our celebration https://t.co/rLVZb6HrsD— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) July 8, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur tjáð sig um fagnaðarlæti franska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í gær. Margir Íslendingar fengu eflaust smá ónotatilfinningu þegar Frakkarnir tóku upp á því að fagna eins og íslenska landsliðið eftir leikinn í gær. Eftir sigurinn á Þjóðverjum stilltu frönsku landsliðsmennirnir sér upp og tóku hið fræga Víkingaklapp sem var einkennisfögnuður íslenska landsliðsins á Evrópumótinu. Íslenska landsliðið og íslensku stuðningsmennirnir hafa gert þetta klapp heimsfrægt og það á örugglega sinn þátt í að vekja enn meiri athygli á frábærum árangri íslenska liðsins á Evrópumótinu í ár.Mega fá fagnið lánað Frakkarnir slógu íslensku strákanna vissulega út úr átta liða úrslitunum en litu kannski svo á að þeir hafi unnið sér með því rétt á því að fagna eins og íslenska liðið það sem eftir var mótsins. Alfreð Finnbogason skýtur aðeins á fögnuð Frakkana á Twitter-síðu sinni. „Það er ekki fallegt að stela ... en ef þið vinnið Evrópumótið þá megið þið fá okkar fögnuð að láni," skrifaði Alfreð og endaði á glottandi broskarli. Alfreð er örugglega ekki eini Íslendingurinn sem vill sjá Frakka vinna mótið. Það myndi ekki aðeins vera smá sárabót fyrir tap íslensku strákanna í átta liða úrslitunum heldur myndu Frakkar um leið koma í veg fyrir að einn af fáum óvinum íslenska liðsins á EM í Frakklandi, Cristiano Ronaldo, yrði Evrópumeistari.It's not nice to steal.... But if you win @UEFAEURO you can borrow our celebration https://t.co/rLVZb6HrsD— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) July 8, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira