Fyrsti stórleikur sumarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2016 06:00 Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í fyrra 1-0. vísir/ernir Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Lið Stjörnunnar var spurningarmerki fyrir mót enda hafa sterkir leikmenn eins og Sandra Sigurðardóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir horfið á braut. Þrátt fyrir það hefur Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara Stjörnunnar, tekist að púsla saman sterku liði og byrjun Garðbæinga á tímabilinu verið nánast fullkomin. Liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og gert eitt jafntefli, skorað 17 mörk og aðeins fengið eitt á sig. „Ég var nú spurð að því fyrir tímabilið hvort það væri raunhæft að berjast um titla miðað við nöfnin sem við misstum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Eðlilega voru margir sem veltu því fyrir sér hvar við stæðum. En ég sagði það líka að ef við gæfum þessum ungu stelpum tækifæri myndu þær standa sig og ég held að Berglind Hrund [Jónasdóttir] sé gott dæmi um það,“ sagði Ásgerður. Umrædd Berglind, sem er aðeins tvítug, tók stöðu Söndru í Stjörnumarkinu og hefur heldur betur staðið fyrir sínu og haldið hreinu í fimm af sex deildarleikjum Stjörnunnar í sumar. Varnarleikur Garðbæinga hefur sömuleiðis verið sterkur og Ásgerður segir að hann muni eflaust fleyta liðinu langt í sumar. „Við spilum frekar þéttan varnarleik og það er gömul klisja sem segir að sókn vinni leiki en vörn vinni mót. Það er samt góð klisja,“ sagði Ásgerður. Hún segir að Stjörnukonur myndu una vel við eitt stig úr leiknum í kvöld. „Við yrðum þokkalega sáttar ef við færum með jafntefli úr Kópavoginum. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur.“ Fanndís Friðriksdóttir, besti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra, segir að Breiðablik megi alls ekki tapa leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við viljum ekki missa Stjörnuna fimm stig fram úr okkur, það er alveg klárt,“ sagði Fanndís. En myndu Blikar sætta sig við jafntefli í kvöld? „Já, já, það eiga fleiri lið eftir að misstíga sig. En eins og staðan er núna er Stjarnan efst því þær eru með besta liðið.“ Blikar gerðu jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Pepsí-deildinni en hafa nú unnið þrjá leiki í röð, nú síðast 0-4 útisigur á ÍBV. Fanndís er þokkalega sátt með uppskeruna hingað til. „Auðvitað hefðum við viljað sleppa þessum tveimur jafnteflum sem við höfum gert. En það þýðir ekkert að pæla í því og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Fanndís sem er búin að skora þrjú mörk í Pepsí-deildinni. Talsverðar breytingar hafa orðið á liði Breiðabliks frá því í fyrra og svo hafa meiðsli sett strik í reikning Íslandsmeistaranna. „Það hafa orðið nokkrar breytingar og við höfum ekki fengið mikið í staðinn. Við vorum reyndar að fá nýsjálenskan leikmann en hún má ekki spila strax,“ sagði Fanndís, en Blikar missa síðan nokkra leikmenn út í skóla í Bandaríkjunum seinna í sumar. „Við erum ekki með breiðasta leikmannahópinn og þetta verður smá púsluspil. Við viljum auðvitað vera á toppnum en mótið er orðið svo jafnt að það geta allir stolið stigum af öllum,“ sagði Fanndís að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira