David og Victoria Beckham lent í Reykjavík Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júlí 2016 21:10 David Beckham sést hér vopnaður hatti. Eiginkona hans, Victoria, er rauðklædd fyrir framan hann. vísir/friðrik þór Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá meira
Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór
Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá meira
Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05