Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com.
Birkir er eftirsóttur líkt og fleiri íslenskir landsliðsmenn eftir frammistöðuna á EM en ljóst er að það verður erfitt fyrir Basel að halda honum.
Búist er við því að Roma leggi fram formlegt kauptilboð í Birki á næstu dögum.
Þýsku úrvalsdeildarliðin Hertha Berlin og Schalke 04 ku einnig vera áhugasöm um Birki sem varð svissneskur meistari með Basel á síðasta tímabili.

