Nú í hádeginu var dregið í undanúrslit í Borgunarbikar karla og kvenna.
Í karlaflokki verður spilað bæði á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Selfoss hefur komið allra liða mest á óvart og tekur á móti bikarmeisturum Vals.
Í kvennaflokki er stórleikurinn á milli Stjörnunnar og Breiðablik. Þarna mætast tvö efstu liðin í Pepsi-deild kvenna.
Leikirnir í karlaflokki fara fram 27. og 28. júlí en í kvennaflokki verður spilað 22. og 23. júlí.
Undanúrslit karla:
Selfoss - Valur
ÍBV - FH
Undanúrslit kvenna:
Þór/KA - ÍBV
Stjarnan - Breiðablik
