Í grein sem birtist á vef ESPN í gær fer Ian Macintosh yfir þá sem koma til greina sem bestu leikmenn EM sem nú stendur yfir í Frakklandi.
Macintosh tiltekur fjóra leikmenn sem eiga möguleika á að hreppa hnossið en þeir koma úr liðunum fjórum sem komin eru í undanúrslit.
Þetta eru Walesverjinn Gareth Bale, Portúgalinn Cristiano Ronaldo, Þjóðverjinn Manuel Neuer og Frakkinn Antoine Griezmann.
Macintosh nefnir einnig þrjá leikmenn sem koma fast á hæla þessara fjögurra en þeirra á meðal er íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson.
Í umsögninni um Ragnar segir að þótt árangur Íslands hafi byggst á sterkri liðsheild hafi Ragnar staðið upp úr.
Frammistaða hans gegn Englandi hafi verið stórkostleg þar sem hefðbundnir varnartaktar eins og tæklingar og óvænt tilþrif eins og hjólhestaspyrnur hafi komið saman. Þar segir einnig að Ragnar sé líklega á leiðinni í stærra lið í sumar.
Auk Ragnars nefnir Macintosh Ítalann Leonardo Bonucci og Portúgalann Renato Sanches til sögunnar.
Grein Ian Macintosh má lesa með því að smella hér.
Ragnar einn af bestu leikmönnum EM að mati blaðamanns ESPN
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn





Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti

Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn
