Biskup Íslands: Kirkjan mun ekki taka stöðu gegn lögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júlí 2016 18:01 „Það stóð ekki til og mun aldrei standa til að kirkjan vinni gegn lögum og reglu í þessu landi,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talsvert hefur verið rætt og ritað að undanförnu um þá ákvörðun presta að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Lauganeskirkju. Lögreglumenn komu að lokum inn í kirkjuna og fjarlægðu mennina tvo. Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg eru Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, og þingmaðurinn Brynjar Níelsson. Sá síðarnefndi veltir upp þeim möguleika að haldi kirkjan áfram slíkri vegferð hvort ekki sé tímabært að aðskilja hana frá ríkinu. „Öll sjónarmið þeirra sem talað og skrifað hafa um þetta mál eiga fullan rétt á sér. Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes. Hugmyndin kom frá hælisleitendunum sjálfum Biskupinn segir að þarna hafi prestarnir ætlað sér að vekja athylgi á málstað fólks sem á bágt og að ef til vill væri hægt að meðhöndla þessi málefni á annan hátt og betri. „Það komu engin boð frá kirkjunni sjálfi sem stofnun um þetta. Þetta var sjálfstæð ákvörðun þeirra presta sem að málinu komu. Það er öllum ljóst innan kirkjunnar að við stöndum ekki gegn lögum í þessu landi og við brjótum ekki lög.“ Agnes segir að hugmyndin að þessari leið hafi komið frá hælisleitendunum sjálfum. Látið hafi verið reyna á hana í Þýskalandi og hinum Norðurlöndunum. „Það er hins vegar alveg ljóst að kirkjan er ekki felustaður. Þetta er griðastaður. Við myndum aldrei veita nokkrum grið sem brotið hefur lög eða reglur. Þetta stendur þeim til boða sem eru í neyð.“ Biskupinn sagði einnig að hafi hælisleitendur hafið umsóknarferli í öðru landi, áður en þeir komu til Íslands, þá eigi þeir ekki að eiga rétt á griðum. Viðtalið við Agnesi í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
„Það stóð ekki til og mun aldrei standa til að kirkjan vinni gegn lögum og reglu í þessu landi,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talsvert hefur verið rætt og ritað að undanförnu um þá ákvörðun presta að veita tveimur hælisleitendum kirkjugrið í Lauganeskirkju. Lögreglumenn komu að lokum inn í kirkjuna og fjarlægðu mennina tvo. Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg eru Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, og þingmaðurinn Brynjar Níelsson. Sá síðarnefndi veltir upp þeim möguleika að haldi kirkjan áfram slíkri vegferð hvort ekki sé tímabært að aðskilja hana frá ríkinu. „Öll sjónarmið þeirra sem talað og skrifað hafa um þetta mál eiga fullan rétt á sér. Þarna er kirkjan hins vegar að standa með þeim sem standa höllum fæti. Kirkjan vill styðja við mannúð í nafni kærleikans,“ segir Agnes. Hugmyndin kom frá hælisleitendunum sjálfum Biskupinn segir að þarna hafi prestarnir ætlað sér að vekja athylgi á málstað fólks sem á bágt og að ef til vill væri hægt að meðhöndla þessi málefni á annan hátt og betri. „Það komu engin boð frá kirkjunni sjálfi sem stofnun um þetta. Þetta var sjálfstæð ákvörðun þeirra presta sem að málinu komu. Það er öllum ljóst innan kirkjunnar að við stöndum ekki gegn lögum í þessu landi og við brjótum ekki lög.“ Agnes segir að hugmyndin að þessari leið hafi komið frá hælisleitendunum sjálfum. Látið hafi verið reyna á hana í Þýskalandi og hinum Norðurlöndunum. „Það er hins vegar alveg ljóst að kirkjan er ekki felustaður. Þetta er griðastaður. Við myndum aldrei veita nokkrum grið sem brotið hefur lög eða reglur. Þetta stendur þeim til boða sem eru í neyð.“ Biskupinn sagði einnig að hafi hælisleitendur hafið umsóknarferli í öðru landi, áður en þeir komu til Íslands, þá eigi þeir ekki að eiga rétt á griðum. Viðtalið við Agnesi í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00 „Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09 Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22 Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Biskupsembættið veitti vilyrði til að skjóta skjólshúsi yfir hælisleitendurna 29. júní 2016 07:00
„Ég spyr mig hvort það verði líka kirkjugrið fyrir afbrotamenn sem vilja flýja lögregluna“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir að veita hælisleitendum kirkjugrið og segir slíkt ekki eiga sér neina stoð í lögum. 5. júlí 2016 15:09
Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Aðgerðir lögreglu harkalegar, segir Kristín Þóra Tómasdóttir. 28. júní 2016 20:22
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07